Líkaminn er hljóðfæri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:30 "Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur,“ segir Sólrún. Vísir/Stefán „Ég er að byggja upp námskeið fyrir alla sem vilja kynnast röddinni sinni og nota hana. Þar eru þrjár kjarnaleiðir, ein fyrir sólóista, önnur fyrir söngáhugafólk og sú þriðja fyrir þá sem kjósa radd- og sjálfseflingu,“ segir Sólrún Bragadóttir söngkona um starfsemi síns nýstofnaða söngskóla Allelúja sem er til húsa í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi í Breiðholti. Hún kveðst hafa afbragðs fólk með sér við skólann. „Við héldum opnunarhátíð síðasta fimmtudag í Fella- og Hólakirkju, þar mætti fólk á öllum aldri sem söng og hreyfði sig og þar myndaðist dásamlegur kór,“ segir hún. T ekur þó fram að námið í skólanum verði einstaklingsmiðað, hvort sem um verði að ræða sólósöngvara eða jafnvel einhverja sem aldrei hafi sungið. „Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur. Fá það til að nota röddina og frelsast á vissan hátt.“ Hún segir röddina vera vissan spegil á líðan fólks. „Líkaminn er í raun hljóðfæri; streita, áreiti og ójafnvægi hefur áhrif á slímhúðina og þá líka röddina,“ útskýrir hún og kveðst byggja kennsluna á eigin reynslu. Sólrún býr bæði á Íslandi og Ítalíu. „Ég er að færa mig meira heim og skapa grundvöll fyrir skólastarfið hér en tengi það líka sumarskóla á Ítalíu. Þar er ég búin að fá aðgengi að fallegu klaustri og þangað getur fólk komið og unnið með röddina sína,“ segir hún. Þetta haust er prufutími að sögn Sólrúnar. „Við njörvum námið ekki niður eins og venjulegir tónlistarskólar. Fyrsta námskeiðið byrjaði 7. október hjá okkur og svo erum við líka með helgarnámskeið og enn auðvelt að hafa samband og skrá sig,“ segir Sólrún sem er með heimasíðuna www.soulflowsinging.com Greinin birtist fyrst 11. október 2016. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
„Ég er að byggja upp námskeið fyrir alla sem vilja kynnast röddinni sinni og nota hana. Þar eru þrjár kjarnaleiðir, ein fyrir sólóista, önnur fyrir söngáhugafólk og sú þriðja fyrir þá sem kjósa radd- og sjálfseflingu,“ segir Sólrún Bragadóttir söngkona um starfsemi síns nýstofnaða söngskóla Allelúja sem er til húsa í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi í Breiðholti. Hún kveðst hafa afbragðs fólk með sér við skólann. „Við héldum opnunarhátíð síðasta fimmtudag í Fella- og Hólakirkju, þar mætti fólk á öllum aldri sem söng og hreyfði sig og þar myndaðist dásamlegur kór,“ segir hún. T ekur þó fram að námið í skólanum verði einstaklingsmiðað, hvort sem um verði að ræða sólósöngvara eða jafnvel einhverja sem aldrei hafi sungið. „Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur. Fá það til að nota röddina og frelsast á vissan hátt.“ Hún segir röddina vera vissan spegil á líðan fólks. „Líkaminn er í raun hljóðfæri; streita, áreiti og ójafnvægi hefur áhrif á slímhúðina og þá líka röddina,“ útskýrir hún og kveðst byggja kennsluna á eigin reynslu. Sólrún býr bæði á Íslandi og Ítalíu. „Ég er að færa mig meira heim og skapa grundvöll fyrir skólastarfið hér en tengi það líka sumarskóla á Ítalíu. Þar er ég búin að fá aðgengi að fallegu klaustri og þangað getur fólk komið og unnið með röddina sína,“ segir hún. Þetta haust er prufutími að sögn Sólrúnar. „Við njörvum námið ekki niður eins og venjulegir tónlistarskólar. Fyrsta námskeiðið byrjaði 7. október hjá okkur og svo erum við líka með helgarnámskeið og enn auðvelt að hafa samband og skrá sig,“ segir Sólrún sem er með heimasíðuna www.soulflowsinging.com Greinin birtist fyrst 11. október 2016.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira