Ronaldo sendi færeyskri fegurðardís skilaboð en hún kallar hann grenjuskjóðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2016 12:45 Sitt sýnist eflaust hverjum hvort hjónasvipur sé með þeim Aimi og Cristiano. „Hann skrifaði allt mögulegt,“ segir færeyska stelpan Aimi Helbo sem fékk óvænt skilaboð frá portúgalska knattspyrnusnillingnum Cristiano Ronaldo í fyrradag. Ronaldo var í Þórshöfn ásamt landsliði Portúgala sem tóku frændur okkar í Færeyjum í kennslustund í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 og skoraði Ronaldo eitt marka gestanna. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifaði mér,“ segir Aimi í viðtali við færeyska miðilinn Kringvarp Föroya í dag. Skilaboðin bárust fyrir hádegi á sunnudag. Aimi birti hluta af skilaboðunum á Facebook-síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst hafði Ronaldo samband við fleiri en eina af hinu kyninu á Instagram á meðan á heimsókninni til Færeyja stóð.Sjá einnig:Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo Fyrstu skilaboðin voru einföld, eins og sjá má hér að neðan. Ronaldo sagði hæ og spurði, eftir að Aimi hafði svarað honum, hvort hún væri frá Færeyjum. Knattspyrnukappinn sendi Aimi mynd af hótelherbergi sínu og var sú færeyska fljót að átta sig á því á hvaða hóteli hann gisti. Ronaldo varð svo fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að nýja vinkonan var ekki í Færeyjum eftir allt saman, heldur í Danmörku.Skilaboðin sem Aimi birti má sjá hér að neðan. Sá hluti skilaboðanna sem fór á milli Aimi og Ronaldo sem sú fyrrnefnda birti á Facebook-síðu sinni. Ronaldo dó þó ekki ráðalaus og bauð Aimi að kíkja í heimsókn til sín í Madrid, þar sem Ronaldo spilar með stórliðinu Real Madrid. Hún segist þó ekki viss um hvort hún ætli að þekkjast boðið. „Ég veit ekki hvort ég þori því.“ Ronaldo hafði orð á því að það væri kalt í Færeyjum en annars leyst honum vel á aðstæður. Aimi segir Ronaldo auðvitað frábæran knattspyrnumann en segist alls ekki vera í aðdáendahópnum. Þá hafði hún á orði að hann væri heldur mikil grenjuskjóða. Vísar Aimi þar til þess að Ronaldo hefur löngum þótt hneigður til þess að láta sig falla á knattspyrnuvellinum við minnsta tilefni. Færeyski útvarpsmaðurinn spurði Aimi hvort henni þætti eðlilegt að birta samskipti við Ronaldo opinberlega, eins og hún gerði að hluta á Facebook. Aimi svaraði því til að Ronaldo væri opinber persóna en hún reiknaði þó ekki með að birta frekari samskipti þeirra, verði þau einhver. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Aimi á KVF.FO. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
„Hann skrifaði allt mögulegt,“ segir færeyska stelpan Aimi Helbo sem fékk óvænt skilaboð frá portúgalska knattspyrnusnillingnum Cristiano Ronaldo í fyrradag. Ronaldo var í Þórshöfn ásamt landsliði Portúgala sem tóku frændur okkar í Færeyjum í kennslustund í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 og skoraði Ronaldo eitt marka gestanna. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifaði mér,“ segir Aimi í viðtali við færeyska miðilinn Kringvarp Föroya í dag. Skilaboðin bárust fyrir hádegi á sunnudag. Aimi birti hluta af skilaboðunum á Facebook-síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst hafði Ronaldo samband við fleiri en eina af hinu kyninu á Instagram á meðan á heimsókninni til Færeyja stóð.Sjá einnig:Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo Fyrstu skilaboðin voru einföld, eins og sjá má hér að neðan. Ronaldo sagði hæ og spurði, eftir að Aimi hafði svarað honum, hvort hún væri frá Færeyjum. Knattspyrnukappinn sendi Aimi mynd af hótelherbergi sínu og var sú færeyska fljót að átta sig á því á hvaða hóteli hann gisti. Ronaldo varð svo fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að nýja vinkonan var ekki í Færeyjum eftir allt saman, heldur í Danmörku.Skilaboðin sem Aimi birti má sjá hér að neðan. Sá hluti skilaboðanna sem fór á milli Aimi og Ronaldo sem sú fyrrnefnda birti á Facebook-síðu sinni. Ronaldo dó þó ekki ráðalaus og bauð Aimi að kíkja í heimsókn til sín í Madrid, þar sem Ronaldo spilar með stórliðinu Real Madrid. Hún segist þó ekki viss um hvort hún ætli að þekkjast boðið. „Ég veit ekki hvort ég þori því.“ Ronaldo hafði orð á því að það væri kalt í Færeyjum en annars leyst honum vel á aðstæður. Aimi segir Ronaldo auðvitað frábæran knattspyrnumann en segist alls ekki vera í aðdáendahópnum. Þá hafði hún á orði að hann væri heldur mikil grenjuskjóða. Vísar Aimi þar til þess að Ronaldo hefur löngum þótt hneigður til þess að láta sig falla á knattspyrnuvellinum við minnsta tilefni. Færeyski útvarpsmaðurinn spurði Aimi hvort henni þætti eðlilegt að birta samskipti við Ronaldo opinberlega, eins og hún gerði að hluta á Facebook. Aimi svaraði því til að Ronaldo væri opinber persóna en hún reiknaði þó ekki með að birta frekari samskipti þeirra, verði þau einhver. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Aimi á KVF.FO. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56