Innlent

Engin útköll hjá slökkviliði í nótt

Vísir/Pjetur
Jöfn og þétt úrkoma var um sunnan og vestanvert landið og alveg upp á hálendi í nótt og er henni spáð áfram næsta sólarhringinn, að sögn Óla Þórs Árnasonar veðurfræðings, snemma í morgun. Hann segir þetta óvenju mikla rigningu í óvenju langan tíma og býst allt eins við vatnavöxtum og jafnvel flóðum í ám og lækjum síðar í dag þegar vatnið fer að ná niður á láglendið.

Ekki hefur frést af skriðuföllum í nótt, en það skýrist nánar i birtingu.

Þá fékk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu engin útköll í nótt vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×