Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2016 15:34 Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. Vísir/Gva Unnur Brá Konráðsdóttir vakti athygli fyrr í dag þegar hún gaf dóttur sinni brjóst í ræðustól Alþingis, en Unnur Brá eignaðist dóttur þann 1. september síðastliðinn. Atvikið hefur farið eins og eldur í sinu um Internetið og vakið lukku víða. Unnur Brá með barnið sitt á brjósti í pontu á Alþingi er það fallegasta sem þú munt sjá í dag. pic.twitter.com/ZxIZRzskCD— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 12, 2016 Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að brjóstagjöf Unnar Brár sé ekki brot á þingsköpum þrátt fyrir strangar reglur um hverjir megi hafa viðveru í þingsal á meðan þingfundi stendur. „Nei ég lít nú ekki þannig á, alls ekki. Það er engin sérstök heimild fyrir því, það er ekki kveðið á um þetta neitt í þingsköpum en þetta er fráleitt neitt brot á þingsköpum og forseti telur þetta hafa verið mjög eðlilegan hlut,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjá einnig:Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Reglur um viðveru í þingsal eru strangar, og er yfirleitt mega engir aðrir en þingmenn, ráðherrar og starfsmenn þingsins vera í salnum. Aðspurður segist Einar þó gera greinarmun á þessu atviki og ef aðrir fullorðnir einstaklingar væru í salnum. „Já já, auðvitað. Hér er verið að ræða um móður og barn, kornabarn, sem þurfti fullrar athygli við og umönnunar í þessum aðstæðum. Þó að við þurfum að vera ströng á formsatriðum þá er ég nú ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta.“Ræðu Unnar Brár þar sem dóttirin er með í för má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir vakti athygli fyrr í dag þegar hún gaf dóttur sinni brjóst í ræðustól Alþingis, en Unnur Brá eignaðist dóttur þann 1. september síðastliðinn. Atvikið hefur farið eins og eldur í sinu um Internetið og vakið lukku víða. Unnur Brá með barnið sitt á brjósti í pontu á Alþingi er það fallegasta sem þú munt sjá í dag. pic.twitter.com/ZxIZRzskCD— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 12, 2016 Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að brjóstagjöf Unnar Brár sé ekki brot á þingsköpum þrátt fyrir strangar reglur um hverjir megi hafa viðveru í þingsal á meðan þingfundi stendur. „Nei ég lít nú ekki þannig á, alls ekki. Það er engin sérstök heimild fyrir því, það er ekki kveðið á um þetta neitt í þingsköpum en þetta er fráleitt neitt brot á þingsköpum og forseti telur þetta hafa verið mjög eðlilegan hlut,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjá einnig:Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Reglur um viðveru í þingsal eru strangar, og er yfirleitt mega engir aðrir en þingmenn, ráðherrar og starfsmenn þingsins vera í salnum. Aðspurður segist Einar þó gera greinarmun á þessu atviki og ef aðrir fullorðnir einstaklingar væru í salnum. „Já já, auðvitað. Hér er verið að ræða um móður og barn, kornabarn, sem þurfti fullrar athygli við og umönnunar í þessum aðstæðum. Þó að við þurfum að vera ströng á formsatriðum þá er ég nú ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta.“Ræðu Unnar Brár þar sem dóttirin er með í för má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50