Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Rætt var um samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi á fundi SFÚ og FA. Mynd/FA Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokkanna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnurekenda (FA) og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjómanna við útgerðir og Páll Magnússon sagði að svar sitt væri einfaldlega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafnframt að varlega ætti að fara í breytingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávarútvegur er í núverandi ástandi.Össur Skarphéðinsson, þingmaður.vísir/vilhelm„Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðsverð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðstengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upptöku markaðsverðs sem skiptaverðs.Björt Ólafsdóttir, þingmaður.vísir/anton brinkÍ upphafi fundar hélt Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu meginþorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar útgerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmarkaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal annars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.Ólafur ArnarssonÓlafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppniseftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokkarnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem kollvörpuðu kerfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokkanna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnurekenda (FA) og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjómanna við útgerðir og Páll Magnússon sagði að svar sitt væri einfaldlega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafnframt að varlega ætti að fara í breytingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávarútvegur er í núverandi ástandi.Össur Skarphéðinsson, þingmaður.vísir/vilhelm„Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðsverð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðstengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upptöku markaðsverðs sem skiptaverðs.Björt Ólafsdóttir, þingmaður.vísir/anton brinkÍ upphafi fundar hélt Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu meginþorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar útgerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmarkaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal annars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.Ólafur ArnarssonÓlafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppniseftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokkarnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem kollvörpuðu kerfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira