Innlent

Miklir vatnavextir á Þingvöllum: Kafarar þurftu frá að hverfa í Silfru

Birgir Olgeirsson skrifar
Öxarárfoss á Þingvöllum í Flóðum.
Öxarárfoss á Þingvöllum í Flóðum. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Miklir vatnavextir hafa verið víðast hvar á landinu í dag en landverðir á Þingvöllum þurftu að loka nokkrum stígum og setja keilur og línur við Öxarárfoss til að stýra umferð ferðamanna svo enginn færi sér að voða.

Kafararnir vösku sem þurftu frá að hverfa úr SilfruVísir/Eva Dögg Einarsdóttir
Öxará og Öxarárfoss breyttu um svip í þessu vatnsveðri en það hjálpar til að ekki er frost í jörðu og tekur því við töluverðu af vatni, en staðan hefði væntanlega verið verri ef rignt hefði svo mikið á frosna jörð.

Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum, tók meðfylgjandi myndir sem birtar voru á Facebook-síðu Þjóðgarðsins fyrr í dag en þar mátti sjá vaska kafara sem ætluðu sér að skoða Silfru en þurft frá að hverfa því hún varð svo gruggug í þessum vatnavöxtum.

Þeir brugðu hins vegar á leik fyrir framan ljósmyndara á Þingvöllum fyrr í dag sem sjá má í albúminu hér fyrir neðan.

Hægt er að skoða Facebook-síðu Þjóðgarðsins hér. 


Tengdar fréttir

Áfram varað við miklu vatnsveðri

Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×