Ólympíumeistari hættir á toppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 14:30 Jessica Ennis-Hill hefur verið ein besta frjálsíþróttakona heims undanfarin ár. vísir/getty Jessica Ennis-Hill, Ólympíumeistari í sjöþraut, hefur lagt kúluna, spjótið og skóna á hilluna en hún er hætt keppni í frjálsíþróttum. Frá þessi greinir út á Instagram-síðu sinni í dag. Ennis-Hill heillaði heimsbyggðina upp úr skónum og varð að einni skærustu íþróttastjörnu Breta þegar hún vann gull í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum síðar. Þessi magnaða íþróttakona varð ólétt fyrir þremur árum og eignaðist son árið 2014. Hún sneri aftur á keppnisvöllinn í fyrra og vann gull í sjöþraut á HM í Peking. Ennis-Hill varð að játa sig sigraða á Ólympíuleikunum í Ríó á dögunum þar sem hún tók silfur í baráttunni við hina belgísku Nafissatou Thiam. Hún var á toppnum í sjö ár eftir að hún vann sitt fyrsta gull á stórmóti á HM í Berlín árið 2009. Sú breska kveður sportið með gull og silfur frá ÓL, tvö HM-gull og eitt silfur og eitt gull frá EM 2010 í Barcelona. „Ég er svo heppin að hafa átt svona frábæran feril í íþróttinni sem ég elska. Þess vegna er þetta ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég veit samt að hætta núna er það rétta í stöðunni,“ segir Ennis-Hill á Instagram-síðu sinni. „Ég hef alltaf sagt að ég vil hætta á toppnum og ég sé ekki eftir neinu. Ég vil þakka fjölskyldunni minni og mínu magnaða liði sem hefur alltaf stutt mig og hjálpað mér að upplifa drauma mína. Einnig vil ég þakka þeim sem hafa stutt mig og fylgst með mínum ferli í gegnum árin,“ segir Jessica Ennis-Hill. Amazing memories...from my first world title in Berlin 2009 to Rio 2016 I'm so fortunate to have had such an amazing career within the sport I love and this has been one of the toughest decisions I've had to make. But I know that retiring now is right. I've always said I want to leave my sport on a high and have no regrets and I can truly say that. I want to thank my family and incredible team who have spent so much of their time supporting me and enabling me to achieve my dreams. Also a huge thank you to all those people who have supported and followed my career over the years x A photo posted by Jessica Ennis-Hill (@jessicaennishill) on Oct 13, 2016 at 1:17am PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Jessica Ennis-Hill, Ólympíumeistari í sjöþraut, hefur lagt kúluna, spjótið og skóna á hilluna en hún er hætt keppni í frjálsíþróttum. Frá þessi greinir út á Instagram-síðu sinni í dag. Ennis-Hill heillaði heimsbyggðina upp úr skónum og varð að einni skærustu íþróttastjörnu Breta þegar hún vann gull í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum síðar. Þessi magnaða íþróttakona varð ólétt fyrir þremur árum og eignaðist son árið 2014. Hún sneri aftur á keppnisvöllinn í fyrra og vann gull í sjöþraut á HM í Peking. Ennis-Hill varð að játa sig sigraða á Ólympíuleikunum í Ríó á dögunum þar sem hún tók silfur í baráttunni við hina belgísku Nafissatou Thiam. Hún var á toppnum í sjö ár eftir að hún vann sitt fyrsta gull á stórmóti á HM í Berlín árið 2009. Sú breska kveður sportið með gull og silfur frá ÓL, tvö HM-gull og eitt silfur og eitt gull frá EM 2010 í Barcelona. „Ég er svo heppin að hafa átt svona frábæran feril í íþróttinni sem ég elska. Þess vegna er þetta ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég veit samt að hætta núna er það rétta í stöðunni,“ segir Ennis-Hill á Instagram-síðu sinni. „Ég hef alltaf sagt að ég vil hætta á toppnum og ég sé ekki eftir neinu. Ég vil þakka fjölskyldunni minni og mínu magnaða liði sem hefur alltaf stutt mig og hjálpað mér að upplifa drauma mína. Einnig vil ég þakka þeim sem hafa stutt mig og fylgst með mínum ferli í gegnum árin,“ segir Jessica Ennis-Hill. Amazing memories...from my first world title in Berlin 2009 to Rio 2016 I'm so fortunate to have had such an amazing career within the sport I love and this has been one of the toughest decisions I've had to make. But I know that retiring now is right. I've always said I want to leave my sport on a high and have no regrets and I can truly say that. I want to thank my family and incredible team who have spent so much of their time supporting me and enabling me to achieve my dreams. Also a huge thank you to all those people who have supported and followed my career over the years x A photo posted by Jessica Ennis-Hill (@jessicaennishill) on Oct 13, 2016 at 1:17am PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira