Embættismaður færður til í starfi vegna ummæla í garð félags fanga og starfsmanna umboðsmanns Alþingis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. október 2016 19:00 Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf mannsins og lítur ráðuneytið málið alvarlegum augum.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuLögfræðingurinn sá um fangelsismál hjá Innanríkisráðuneytinu þegar tölvupósturinn var sendur í byrjun september. Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra ráðuneytisins varðandi fyrirhugað svar til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga yfir reglum sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli klefa. Formaður Afstöðu félags fanga fékk afrit af bréfinu fyrir mistök.Tölvupósturinn var sendur á formann Afstöðu fyrir mistökÍ tölvupóstinum segir lögfræðingurinn að hann sé orðinn „býsna þreyttur á umræddu máli. Mest langi hann til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga.“ Þá sakar hann meðlimi félags fanga um ofbeldi í garð samfanga sinna. Aðalheiður Ámundadóttir, stjórnarmaður í Afstöðu, segir að í bréfinu komi fram mjög fordómafull viðhorf í garð félagsins og annarleg sjónarmið um starfsmenn umboðsmanns.„Við vorum bara gjörsamlega miður okkar. Stjórn þessa félags er að sinna mannréttindagæslu fyrir frelsissvipta einstaklinga og við höfum verið að vanda okkur gríðarlega mikið og reynt að gera hluti faglega. Svo verðum við þess áskynja með þessum hætti að háttsettir embættismenn sem fari með þennan málaflokk láti að því liggja með beinum hætti að það séu annarlegir hvatar að baki okkar hagsmunagæslu, að við séum að berja á föngum eins og kemur fram í bréfinu. Þetta var auðvitað bara svakalegt högg,“ segir Aðalheiður. Umræddur starfsmaður ráðuneytisins og ráðuneytið sjálft hafa beðið umboðsmann Alþingis og félag fanga afsökunar á tölvupóstinum. „Við fengum fund í ráðuneytinu og það voru sterk vilyrði fyrir því að það verði bætt mjög úr samskiptum við félagið. Ég er bara mjög vongóð að það eigi eftir að koma góðir hlutir út úr því,“ segir Aðalheiður. Á fundi ráðuneytissins og félagsmanna Afstöðu var þeim tilkynnt að starfsmaðurinn hafi verið færður til í starfi. Enginn í innanríkisráðuneytinu vildi veita viðtal vegna málsins en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að „í umræddum tölvupósti sé að finna efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins. Um leið og viðtakendur tölvupóstsins hafi verið upplýstir um að pósturinn hafi verið sendur fyrir mistök hafi ráðuneytið og viðkomandi stafsmaður beðið viðkomandi afsökunar.“ Þá segir að ráðuneytið leggi áherslu á að í umfjöllun um málefni fanga séu vinnubrögð fagleg, málsmeðferð réttlát og jafnræði haft að leiðarljósi í þjónustu við þá sem leiti til ráðuneytissins. Þar af leiðandi hafi starfsmaðurinn verið fluttur til í starfi. Umboðasmaður Alþingis segist líta ummæla af þessu tagi alvarlegum augum. Hann hafi komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið og það og starfsmaðurinn hafi beðist afsökunar gagnvart honum og starfsmönnum hans. Á þessu stigi telji hann ekki rétt að bregðast frekar við, meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf lögfræðingsins í ráðuneytinu.Sjá einnig: Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf mannsins og lítur ráðuneytið málið alvarlegum augum.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuLögfræðingurinn sá um fangelsismál hjá Innanríkisráðuneytinu þegar tölvupósturinn var sendur í byrjun september. Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra ráðuneytisins varðandi fyrirhugað svar til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga yfir reglum sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli klefa. Formaður Afstöðu félags fanga fékk afrit af bréfinu fyrir mistök.Tölvupósturinn var sendur á formann Afstöðu fyrir mistökÍ tölvupóstinum segir lögfræðingurinn að hann sé orðinn „býsna þreyttur á umræddu máli. Mest langi hann til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga.“ Þá sakar hann meðlimi félags fanga um ofbeldi í garð samfanga sinna. Aðalheiður Ámundadóttir, stjórnarmaður í Afstöðu, segir að í bréfinu komi fram mjög fordómafull viðhorf í garð félagsins og annarleg sjónarmið um starfsmenn umboðsmanns.„Við vorum bara gjörsamlega miður okkar. Stjórn þessa félags er að sinna mannréttindagæslu fyrir frelsissvipta einstaklinga og við höfum verið að vanda okkur gríðarlega mikið og reynt að gera hluti faglega. Svo verðum við þess áskynja með þessum hætti að háttsettir embættismenn sem fari með þennan málaflokk láti að því liggja með beinum hætti að það séu annarlegir hvatar að baki okkar hagsmunagæslu, að við séum að berja á föngum eins og kemur fram í bréfinu. Þetta var auðvitað bara svakalegt högg,“ segir Aðalheiður. Umræddur starfsmaður ráðuneytisins og ráðuneytið sjálft hafa beðið umboðsmann Alþingis og félag fanga afsökunar á tölvupóstinum. „Við fengum fund í ráðuneytinu og það voru sterk vilyrði fyrir því að það verði bætt mjög úr samskiptum við félagið. Ég er bara mjög vongóð að það eigi eftir að koma góðir hlutir út úr því,“ segir Aðalheiður. Á fundi ráðuneytissins og félagsmanna Afstöðu var þeim tilkynnt að starfsmaðurinn hafi verið færður til í starfi. Enginn í innanríkisráðuneytinu vildi veita viðtal vegna málsins en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að „í umræddum tölvupósti sé að finna efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins. Um leið og viðtakendur tölvupóstsins hafi verið upplýstir um að pósturinn hafi verið sendur fyrir mistök hafi ráðuneytið og viðkomandi stafsmaður beðið viðkomandi afsökunar.“ Þá segir að ráðuneytið leggi áherslu á að í umfjöllun um málefni fanga séu vinnubrögð fagleg, málsmeðferð réttlát og jafnræði haft að leiðarljósi í þjónustu við þá sem leiti til ráðuneytissins. Þar af leiðandi hafi starfsmaðurinn verið fluttur til í starfi. Umboðasmaður Alþingis segist líta ummæla af þessu tagi alvarlegum augum. Hann hafi komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið og það og starfsmaðurinn hafi beðist afsökunar gagnvart honum og starfsmönnum hans. Á þessu stigi telji hann ekki rétt að bregðast frekar við, meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf lögfræðingsins í ráðuneytinu.Sjá einnig: Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira