Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2016 20:00 Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið sem hélt á Drekasvæðið frá Reyðarfirði í fyrrahaust á vegum CNOOC-hópsins. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. Hann segir ekki hægt að breyta leikreglum eftirá. Þrír iðnaðarráðherrar Samfylkingarinnar voru í lykilstöðum þegar olíuleitin var boðin út, fyrst Össur Skarphéðinsson en síðan þær Katrín Júlíusdóttir og Oddný Harðardóttir. Þáverandi formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, var svo orðinn ráðherra málaflokksins þegar fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Aðild kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC gæti þó ráðið úrslitum um framvindu olíuleitarinnar en tilkynnt var um hana sex vikum eftir Kínaheimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur en þar var fríverslunarsamningur ríkjanna undirritaður. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, í miðið, afhenti fyrstu leyfin í janúar 2013 að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs.Vísir/Stefán En straumar í stjórnmálum hafa breyst. Flokkar sem áður stóðu fyrir því að úthluta leyfunum vilja núna að hætt verði við allt saman. Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kveðst hissa, - segir leitar- og vinnsluleyfin byggja á mjög faglegum vinnubrögðum. Þau byggi á norskri fyrirmynd og á alþjóðlegum samningum. „Þannig að ef einhver ætlar að gerast svo djarfur að innkalla leyfin þá er hann að brjóta milliríkjasamninga; við Kína, við Noreg, - og samninginn sem var lagður til grundvallar olíuskiptum þarna árið 1981, - við Noreg. Svo er hann væntanlega að brjóta líka samninga við Kanada og Bretland útaf Ithaca-leyfinu. Þannig að þá eru íslensk stjórnvöld orðin margbrotleg við alþjóðasamninga. Ég efast um að nokkur vilji gerast sekur um slíkt,“ segir Heiðar og telur að slíkt hefði víðtæk áhrif. „Það myndi náttúrlega gera það að verkum að menn myndu ekki þora að fjárfesta hérna vegna þess að eignarrétturinn væri ekki mikils virði og það væri hægt að breyta leikreglum eftirá. En ég bara hreinlega trúi því ekki að einhver vilji leggja út í slíka ógæfuför.“ Rannsóknaskipið Harrier Explorer á ytri höfninni í Reykjavík síðastliðið sumar áður en það hélt á Drekasvæðið á vegum Ithaca-hópsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þá eru sérleyfishafarnir þegar búnir að kosta miklu til, meðal annars með rannsóknarleiðöngrum. „Við erum búnir að eyða milljörðum í þetta. Það væru nú svona lágmarks skaðabætur sem maður myndi fara fram á. En á þeim tíma sem við höfum verið að vinna leyfið þá hefur þetta svæði margfaldast að verðgildi. Þannig að ég skil ekki þá aðila sem eru að halda svona fram. Þeir þurfa auðvitað að skoða það í hverju þetta endar, ef þeir ætla sér að fara í svona æfingar.“ Hér má sjá viðtal Stöðvar 2 við Heiðar Guðjónsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00 "Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC stefnir á fyrstu boranir árið 2020. 11. október 2016 20:00 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. Hann segir ekki hægt að breyta leikreglum eftirá. Þrír iðnaðarráðherrar Samfylkingarinnar voru í lykilstöðum þegar olíuleitin var boðin út, fyrst Össur Skarphéðinsson en síðan þær Katrín Júlíusdóttir og Oddný Harðardóttir. Þáverandi formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, var svo orðinn ráðherra málaflokksins þegar fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Aðild kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC gæti þó ráðið úrslitum um framvindu olíuleitarinnar en tilkynnt var um hana sex vikum eftir Kínaheimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur en þar var fríverslunarsamningur ríkjanna undirritaður. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, í miðið, afhenti fyrstu leyfin í janúar 2013 að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs.Vísir/Stefán En straumar í stjórnmálum hafa breyst. Flokkar sem áður stóðu fyrir því að úthluta leyfunum vilja núna að hætt verði við allt saman. Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kveðst hissa, - segir leitar- og vinnsluleyfin byggja á mjög faglegum vinnubrögðum. Þau byggi á norskri fyrirmynd og á alþjóðlegum samningum. „Þannig að ef einhver ætlar að gerast svo djarfur að innkalla leyfin þá er hann að brjóta milliríkjasamninga; við Kína, við Noreg, - og samninginn sem var lagður til grundvallar olíuskiptum þarna árið 1981, - við Noreg. Svo er hann væntanlega að brjóta líka samninga við Kanada og Bretland útaf Ithaca-leyfinu. Þannig að þá eru íslensk stjórnvöld orðin margbrotleg við alþjóðasamninga. Ég efast um að nokkur vilji gerast sekur um slíkt,“ segir Heiðar og telur að slíkt hefði víðtæk áhrif. „Það myndi náttúrlega gera það að verkum að menn myndu ekki þora að fjárfesta hérna vegna þess að eignarrétturinn væri ekki mikils virði og það væri hægt að breyta leikreglum eftirá. En ég bara hreinlega trúi því ekki að einhver vilji leggja út í slíka ógæfuför.“ Rannsóknaskipið Harrier Explorer á ytri höfninni í Reykjavík síðastliðið sumar áður en það hélt á Drekasvæðið á vegum Ithaca-hópsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þá eru sérleyfishafarnir þegar búnir að kosta miklu til, meðal annars með rannsóknarleiðöngrum. „Við erum búnir að eyða milljörðum í þetta. Það væru nú svona lágmarks skaðabætur sem maður myndi fara fram á. En á þeim tíma sem við höfum verið að vinna leyfið þá hefur þetta svæði margfaldast að verðgildi. Þannig að ég skil ekki þá aðila sem eru að halda svona fram. Þeir þurfa auðvitað að skoða það í hverju þetta endar, ef þeir ætla sér að fara í svona æfingar.“ Hér má sjá viðtal Stöðvar 2 við Heiðar Guðjónsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00 "Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC stefnir á fyrstu boranir árið 2020. 11. október 2016 20:00 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00
"Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC stefnir á fyrstu boranir árið 2020. 11. október 2016 20:00
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00