Loðnubrestur á besta tíma Hafliði Helgason skrifar 14. október 2016 07:00 Eitt sinn hringdi íslenskur námsmaður heim þar sem hann hafði nýhafið framhaldsnám í Svíþjóð. Eins og gefur að skilja var hann spurður tíðinda og hvað kæmi honum mest á óvart á nýjum stað. Það stóð ekki á svari. Það sem hafði komið honum mest á óvart var að þann tíma sem hann hefði fylgst með fréttum þar í landi hefði ekki komið ein einasta frétt um fiskveiðar og aflabrögð. Þetta má rifja upp nú þar sem ný tíðindi frá Hafrannsóknastofnun um að ráðgjöf hennar hljóði upp á að ekki verði veidd loðna á komandi vertíð vekja ekki jafn sterk viðbrögð og við mætti búast. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að slík tíðindi hefðu talist til meiriháttar áfalls fyrir efnahagslífið og sjávarútveginn. Auðvitað eru þetta ekki góð tíðindi í sjálfu sér, en segja má að þau komi á heppilegasta tíma sem hugsast getur. Innstreymi gjaldeyris vegna ferðaþjónustunnar hefur leitt til mikillar styrkingar krónunnar og hefur flest bent til þess að sú styrking haldi áfram enn um sinn. Farið er að gæta ruðningsáhrifa vegna hraðs vaxtar. Við erum enn minnt á það að ef eitthvað gengur vel á Íslandi, þá verður það fljótt að hlutfallsvanda vegna smæðar hagkerfisins. Ekki er langt síðan vöruskiptajöfnuður var mikilvægasti mælikvarðinn á viðskipti við útlönd. Þjónustujöfnuðurinn hefur á örskömmum tíma vaxið vegna ferðaþjónustunnar og breytt þessari mynd. Þegar horft er til sjávarútvegsins má líka segja að lægra gengi krónu undanfarin ár, lágt olíuverð og almennt góð umgjörð greinarinnar hafi búið hana vel undir áföll. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja er talsvert og það gerir greininni auðveldara fyrir að mæta slíkum sveiflum. Þegar vel gengur hættir mönnum til að gleyma að greinin er sveiflukennd og ekki á vísan að róa. Í þessu ljósi er gott að minna sig á að atvinnugreinar þjóðarinnar geta hver fyrir sig lent í óvæntum áföllum. Það gildir jafnt um ferðaþjónustuna, sjávarútveginn og orkufrekan iðnað. Kerfisbreytingar og skattheimta á atvinnulífið þarf að taka mið af því að hugmyndir um réttlæti skaði ekki varanlega möguleika til framtíðar verðmætasköpunar. Aðstæður næstu árin krefjast agaðrar hagstjórnar til að halda aftur af þenslu. Vaxandi tekjur ríkisins vegna aukinna umsvifa munu reyna á viðnámsþrótt stjórnmálamanna og agaða stjórn peningamála. Jafn nauðsynlegt og það er, þá er það ekki til vinsælda fallið og mun reynast þeirri ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar erfitt. Tap 20 milljarða útflutningstekna segir til sín, en gæti ekki komið á betri tíma og kann að hægja á því sem margir telja óhjákvæmilegt; að styrkingarfasi krónunnar endi nú sem fyrr í hörðum skelli.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Eitt sinn hringdi íslenskur námsmaður heim þar sem hann hafði nýhafið framhaldsnám í Svíþjóð. Eins og gefur að skilja var hann spurður tíðinda og hvað kæmi honum mest á óvart á nýjum stað. Það stóð ekki á svari. Það sem hafði komið honum mest á óvart var að þann tíma sem hann hefði fylgst með fréttum þar í landi hefði ekki komið ein einasta frétt um fiskveiðar og aflabrögð. Þetta má rifja upp nú þar sem ný tíðindi frá Hafrannsóknastofnun um að ráðgjöf hennar hljóði upp á að ekki verði veidd loðna á komandi vertíð vekja ekki jafn sterk viðbrögð og við mætti búast. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að slík tíðindi hefðu talist til meiriháttar áfalls fyrir efnahagslífið og sjávarútveginn. Auðvitað eru þetta ekki góð tíðindi í sjálfu sér, en segja má að þau komi á heppilegasta tíma sem hugsast getur. Innstreymi gjaldeyris vegna ferðaþjónustunnar hefur leitt til mikillar styrkingar krónunnar og hefur flest bent til þess að sú styrking haldi áfram enn um sinn. Farið er að gæta ruðningsáhrifa vegna hraðs vaxtar. Við erum enn minnt á það að ef eitthvað gengur vel á Íslandi, þá verður það fljótt að hlutfallsvanda vegna smæðar hagkerfisins. Ekki er langt síðan vöruskiptajöfnuður var mikilvægasti mælikvarðinn á viðskipti við útlönd. Þjónustujöfnuðurinn hefur á örskömmum tíma vaxið vegna ferðaþjónustunnar og breytt þessari mynd. Þegar horft er til sjávarútvegsins má líka segja að lægra gengi krónu undanfarin ár, lágt olíuverð og almennt góð umgjörð greinarinnar hafi búið hana vel undir áföll. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja er talsvert og það gerir greininni auðveldara fyrir að mæta slíkum sveiflum. Þegar vel gengur hættir mönnum til að gleyma að greinin er sveiflukennd og ekki á vísan að róa. Í þessu ljósi er gott að minna sig á að atvinnugreinar þjóðarinnar geta hver fyrir sig lent í óvæntum áföllum. Það gildir jafnt um ferðaþjónustuna, sjávarútveginn og orkufrekan iðnað. Kerfisbreytingar og skattheimta á atvinnulífið þarf að taka mið af því að hugmyndir um réttlæti skaði ekki varanlega möguleika til framtíðar verðmætasköpunar. Aðstæður næstu árin krefjast agaðrar hagstjórnar til að halda aftur af þenslu. Vaxandi tekjur ríkisins vegna aukinna umsvifa munu reyna á viðnámsþrótt stjórnmálamanna og agaða stjórn peningamála. Jafn nauðsynlegt og það er, þá er það ekki til vinsælda fallið og mun reynast þeirri ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar erfitt. Tap 20 milljarða útflutningstekna segir til sín, en gæti ekki komið á betri tíma og kann að hægja á því sem margir telja óhjákvæmilegt; að styrkingarfasi krónunnar endi nú sem fyrr í hörðum skelli.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun