Gerðum það sem okkur datt í hug Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2016 10:00 "Þegar samlesturinn byrjaði og æfingarnar þá breyttist allt mjög mikið til batnaðar,“ segir Óli Gunnar. Vísir/Eyþór Árnason „Þetta er leikrit með söngleikjaívafi. Við Arnór Björnsson, vinur minn, skrifuðum það saman. Það byrjaði sem leikrit og svo gerðum við bara það sem okkur datt í hug. – Hey, það væri geggjað að hafa söngatriði þarna – og settum það inn. Þannig þróaðist þetta,“ segir Óli Gunnar Gunnarsson. Þetta er annað leikritið sem þeir félagar semja. Hitt heitir Unglingurinn og það varð mjög vinsælt. Óli Gunnar segir samt að þeir Arnór eigi ekki heiðurinn einir að þessu nýja leikriti, enda taki fjórtán leikreyndir snillingar þátt í því. „Það var sumarvinnan okkar Arnórs að semja leikritið, síðan þegar samlesturinn byrjaði og æfingarnar þá breyttist það mjög mikið til batnaðar.“ Móðir Óla Gunnars, Björk Jakobsdóttir er leikstjórinn. „Hún er eins og hver annar leikstjóri nema ég get ekki baktalað hana þegar ég kem heim,“ segir hann í gríni og hrósar svo mömmu sinni fyrir að vera frábær leikstjóri. En leika þeir félagar aðalhlutverkin í Stefán Rís? „Nei. Þetta er frekar flókið því sagan byrjar á okkur þar sem við erum rithöfundar að skrifa leikrit. En í leikritinu okkar er svo aðalhlutverk. Áhorfandinn fær aðeins víðara sjónarhorn þannig, hann kemst að því hvað við vorum að pæla þegar við vorum að skrifa handritið. Óli Gunnar segir Stefán Rís gamanleik fyrir alla fjölskylduna, þar með talda unglinga. „Oft eru leikrit skrifuð fyrir börn og þá fara fullorðnir með þeim en við fókuserum líka á unglingana. Við viljum fá ungmennin í landinu í leikhús.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016. Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
„Þetta er leikrit með söngleikjaívafi. Við Arnór Björnsson, vinur minn, skrifuðum það saman. Það byrjaði sem leikrit og svo gerðum við bara það sem okkur datt í hug. – Hey, það væri geggjað að hafa söngatriði þarna – og settum það inn. Þannig þróaðist þetta,“ segir Óli Gunnar Gunnarsson. Þetta er annað leikritið sem þeir félagar semja. Hitt heitir Unglingurinn og það varð mjög vinsælt. Óli Gunnar segir samt að þeir Arnór eigi ekki heiðurinn einir að þessu nýja leikriti, enda taki fjórtán leikreyndir snillingar þátt í því. „Það var sumarvinnan okkar Arnórs að semja leikritið, síðan þegar samlesturinn byrjaði og æfingarnar þá breyttist það mjög mikið til batnaðar.“ Móðir Óla Gunnars, Björk Jakobsdóttir er leikstjórinn. „Hún er eins og hver annar leikstjóri nema ég get ekki baktalað hana þegar ég kem heim,“ segir hann í gríni og hrósar svo mömmu sinni fyrir að vera frábær leikstjóri. En leika þeir félagar aðalhlutverkin í Stefán Rís? „Nei. Þetta er frekar flókið því sagan byrjar á okkur þar sem við erum rithöfundar að skrifa leikrit. En í leikritinu okkar er svo aðalhlutverk. Áhorfandinn fær aðeins víðara sjónarhorn þannig, hann kemst að því hvað við vorum að pæla þegar við vorum að skrifa handritið. Óli Gunnar segir Stefán Rís gamanleik fyrir alla fjölskylduna, þar með talda unglinga. „Oft eru leikrit skrifuð fyrir börn og þá fara fullorðnir með þeim en við fókuserum líka á unglingana. Við viljum fá ungmennin í landinu í leikhús.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016.
Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira