Sakar Gústaf um stuld á gögnum Jón Hákon Halldórsson og Snærós Sindradóttir skrifa 15. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segist ekki skilja um hvað ágreiningur hans við oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum snýst. Oddvitarnir tveir, þeir Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, tilkynntu í fyrradag að þeir væru hættir við framboð. Um leið varð ljóst að flokknum gæfist ekki svigrúm til þess að bjóða fram í kjördæmunum, því framboðsfrestur rann út í gær. „Það er kannski alveg ljóst. Ég held að þetta sé nú aðallega ágreiningur um það að fara eftir réttum boðleiðum innan flokksins og þarna voru aðilar sem töldu að þeir gætu farið sínu fram án þess að tala við kóng eða prest eða stjórn eða neinn annan,“ segir Helgi Helgason við Fréttablaðið. Gústaf hefur sagt að Helgi hafi ekki áhuga á framgangi flokksins. Helgi segist ekki vita hvað hann á við. „Það er nú ákaflega undarleg fullyrðing eftir að vera búinn að vinna að framgangi þessa flokks í eitt ár. Markmiðið er að koma þessum stefnumálum fram, annars væri maður ekki að standa í þessu,“ segir Helgi.Helgi Helgason Ãslenska ÞjóðfylkinginHelgi segir Íslensku þjóðfylkinguna hafa skilað inn framboðum í öllum kjördæmum nema Reykjavíkurkjördæmunum. „Það náðist ekki vegna þess að það var ekki nægur tími til stefnu. Gögnum sem voru í eigu flokksins var ekki skilað til hans af því fólki sem gekk út,“ segir Helgi. Flokkurinn náði reyndar heldur ekki að skila inn framboði í Norðausturkjördæmi vegna þess að ekki tókst að safna tilskyldum fjölda undirskrifta til stuðnings framboðinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins bjóða níu framboð fram lista í öllum kjördæmum landsins. Að auki eru þrjú framboð sem bjóða fram í einstaka kjördæmum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segist ekki skilja um hvað ágreiningur hans við oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum snýst. Oddvitarnir tveir, þeir Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, tilkynntu í fyrradag að þeir væru hættir við framboð. Um leið varð ljóst að flokknum gæfist ekki svigrúm til þess að bjóða fram í kjördæmunum, því framboðsfrestur rann út í gær. „Það er kannski alveg ljóst. Ég held að þetta sé nú aðallega ágreiningur um það að fara eftir réttum boðleiðum innan flokksins og þarna voru aðilar sem töldu að þeir gætu farið sínu fram án þess að tala við kóng eða prest eða stjórn eða neinn annan,“ segir Helgi Helgason við Fréttablaðið. Gústaf hefur sagt að Helgi hafi ekki áhuga á framgangi flokksins. Helgi segist ekki vita hvað hann á við. „Það er nú ákaflega undarleg fullyrðing eftir að vera búinn að vinna að framgangi þessa flokks í eitt ár. Markmiðið er að koma þessum stefnumálum fram, annars væri maður ekki að standa í þessu,“ segir Helgi.Helgi Helgason Ãslenska ÞjóðfylkinginHelgi segir Íslensku þjóðfylkinguna hafa skilað inn framboðum í öllum kjördæmum nema Reykjavíkurkjördæmunum. „Það náðist ekki vegna þess að það var ekki nægur tími til stefnu. Gögnum sem voru í eigu flokksins var ekki skilað til hans af því fólki sem gekk út,“ segir Helgi. Flokkurinn náði reyndar heldur ekki að skila inn framboði í Norðausturkjördæmi vegna þess að ekki tókst að safna tilskyldum fjölda undirskrifta til stuðnings framboðinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins bjóða níu framboð fram lista í öllum kjördæmum landsins. Að auki eru þrjú framboð sem bjóða fram í einstaka kjördæmum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41