Handbolti

Fram lagði Akureyri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í leik með Fram.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í leik með Fram. Vísir
Framarar unnu sinn þriðja sigur í Olís-deild karla í handknattleik þegar þeir lögðu Akureyri í Safamýri í dag.

Jafnt var á með liðunum í upphafi en Framarar náðu þriggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 15-12 heimamönnum í vil.

Fram hélt forystunni í síðari hálfleiknum en Akureyringar voru aldrei langt undan. Munurinn varð mestur fjögur mörk, 27-23, þegar skammt var eftir. Akureyringar náðu að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin en nær komust þeir ekki og lokatölur urðu 29-28 fyrir Fram.

Markahæstur í liði heimamanna var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson með 8 mörk og Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði 6. Hjá gestunum skoraði Karolis Stropus sömuleiðis 8 mörk en Andri Snær Stefánsson skoraði 5.

Fram er komið með 7 stig eftir sigurinn og færir sig upp fyrir Val og Selfoss í deildinni. Akureyri situr hins vegar á botninum með 2 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×