Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstad sem tapaði 2-1 fyrir Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem er í harðri fallbaráttu. Fyrir leikinn voru þær jafnar liði Mallbackens sem situr í fallsæti með 13 stig en Kristianstad er með betri markatölu. Umeå er svo tveimur stigum á eftir í neðsta sætinu.
Piteå komst yfir á 40.mínútu og staðan í hálfleik var 1-0. Kristianstad jafnaði eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik þegar leikmaður Piteå varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því jöfn.
Jafntefli hefði gefið Kristianstad mikilvægt stig í fallbaráttunni en því miður fyrir þær tókst Piteå að tryggja sér sigur í leiknum á 66.mínútu þegar Nina Jakobsson skoraði sigurmarkið.
Lið Kristianstad er jafnt Mallbacken að stigum þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Umeå er tveimur stigum á eftir í neðsta sætinu en Kristianstad mætir einmitt Umeå á heimavelli í síðustu umferðinni þann 5.nóvember. Það gæti orðið úrslitaleikur um sæti í efstu deild að ári.
Sif og Elísabet í bullandi fallhættu í Svíþjóð

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn


