Bjarni segir hugmyndir Framsóknar um Landspítala mjög til tjóns Ásgeir Erlendsson skrifar 17. október 2016 19:54 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hugmyndir um að reisa nýtt sjúkrahús utan Hringbrautar líkt og Framsóknarflokkurinn leggur til í stefnu sinni séu mjög til tjóns. Slíkar hugmyndir gætu tafið verkefnið um allt að fimmtán ár segir forstjóri spítalans. Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut hófst formlega fyrir tæpu ári þegar fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu sjúkrahótels en framkvæmdirnar eru vel á veg komnar. Töluverð umræða skapaðist í mars þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lýsti miklum efasemdum um uppbyggingu spítalans á Hringbrautarsvæðinu, líkti henni við bútasaum og taldi Vífilstaði heppilegri staðsetningu. Framsóknarflokkurinn kynnti stefnumál sín í gær fyrir komandi kosningar en þar kom fram að flokkurinn leggi áherslu á að nýr spítali rísi á nýjum stað, utan Hringbrautar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vilja endurskoða áform um uppbyggingu við Hringbraut án þess að trufla þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segist vilja klára þá uppbyggingu sem þegar er hafin enda geti hugmyndir um annað tafið verkið. „Við teljum rétt að klára þau áform sem hafa verið lengi í bígerð og eru núna komin af stað, við Hringbraut. Hugmyndir um að fara eitthvert annað gætu tafið þetta verkefni og það væri mjög til tjóns. Allt það starfsfólk sem þarna er, tel ég að treysti á að við látum ekki verk úr hendi falla og höldum áfram. Og já, ég óttast að það setji öll þessi áform í svolítið óþægilega stöðu og muni tefja fyrir, ef menn ætla að rífa þau upp með rótum,“ segir Bjarni.Óforsvaranlegt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, bendir á að hugmyndir sem þessar feli í sér miklar tafir og bendir á að heilbrigðisráðherra hafi látið gera úttekt á töfum sem yrðu með breyttri staðsetningu. „Tafirnar yrðu tíu til fimmtán ár. Þá erum við ekki að tala um að meðferðarkjarni og nýbyggingar við Hringbraut rísi 2023, heldur 2033 til 2038. Það er algerlega óforsvaranlegt,“ segir Páll. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47 Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hugmyndir um að reisa nýtt sjúkrahús utan Hringbrautar líkt og Framsóknarflokkurinn leggur til í stefnu sinni séu mjög til tjóns. Slíkar hugmyndir gætu tafið verkefnið um allt að fimmtán ár segir forstjóri spítalans. Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut hófst formlega fyrir tæpu ári þegar fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu sjúkrahótels en framkvæmdirnar eru vel á veg komnar. Töluverð umræða skapaðist í mars þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lýsti miklum efasemdum um uppbyggingu spítalans á Hringbrautarsvæðinu, líkti henni við bútasaum og taldi Vífilstaði heppilegri staðsetningu. Framsóknarflokkurinn kynnti stefnumál sín í gær fyrir komandi kosningar en þar kom fram að flokkurinn leggi áherslu á að nýr spítali rísi á nýjum stað, utan Hringbrautar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vilja endurskoða áform um uppbyggingu við Hringbraut án þess að trufla þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segist vilja klára þá uppbyggingu sem þegar er hafin enda geti hugmyndir um annað tafið verkið. „Við teljum rétt að klára þau áform sem hafa verið lengi í bígerð og eru núna komin af stað, við Hringbraut. Hugmyndir um að fara eitthvert annað gætu tafið þetta verkefni og það væri mjög til tjóns. Allt það starfsfólk sem þarna er, tel ég að treysti á að við látum ekki verk úr hendi falla og höldum áfram. Og já, ég óttast að það setji öll þessi áform í svolítið óþægilega stöðu og muni tefja fyrir, ef menn ætla að rífa þau upp með rótum,“ segir Bjarni.Óforsvaranlegt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, bendir á að hugmyndir sem þessar feli í sér miklar tafir og bendir á að heilbrigðisráðherra hafi látið gera úttekt á töfum sem yrðu með breyttri staðsetningu. „Tafirnar yrðu tíu til fimmtán ár. Þá erum við ekki að tala um að meðferðarkjarni og nýbyggingar við Hringbraut rísi 2023, heldur 2033 til 2038. Það er algerlega óforsvaranlegt,“ segir Páll.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47 Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47
Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30