Telur ekki raunhæft að ætla að standa við öll kosningaloforðin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2016 16:15 Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði og Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur. vísir/anton Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur segir að helsta áskorun næstu ríkisstjórnar í efnahagsstjórninni verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Anna Hrefna var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag ásamt Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði þar sem þau spáðu í spilin fyrir þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi. „Það er oft alveg jafn erfitt að stýra þegar það gengur vel og þegar það gengur illa. Það eru bara svo margar freistingar til staðar að vera að ausa peningum í hitt og þetta. En við megum ekki gleyma því að við erum alveg stórskuldug og stór útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagreiðslur. Það væri því mjög óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að halda ekki áfram að taka á því. Þannig að ég myndi segja að áskorunin væri að huga að því sérstaklega að halda áfram að lækka skuldir og ekki bara að hugsa um hvar við getum haldið áfram að auka útgjöld,“ segir Anna Hrefna.Þá telur hún það ekki raunhæft að flokkarnir geti staðið við allt sem þeir lofa núna en á meðal þess sem fer hátt í kosningabaráttunni eru loforð um gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og bætt kjör. „Það er ekkert ókeypis þar sem það er alltaf einhver sem borgar. Þetta er auðvitað bara allt mismundandi stefna sem fer eftir því að hversu mikið maður aðhyllist að velferðarkerfið eigi allt að vera ókeypis en þá borgar þú bara fyrir það í gegnum þína skatta. Svo eru aðrir sem vilja frekar hafa lægri skatta og þá veita þeim aðstoð sem á þurfa að halda,“ segir Anna Hrefna. Guðmundur tekur undir að það verði stórmál fyrir næstu ríkisstjórn að standast freistingar þegar kemur að ríkisútgjöldum, einmitt þegar uppgangur er í hagkerfinu. „Vandi íslensks hagkerfis er óstöðugleiki. Það er þessi eilífðarvandi sem stjórnvöld eru að glíma við að þetta er lítið hagkerfi og það þarf lítið til þess að setja það á hliðina. Það hefur stjórnmálamönnum tekist afskaplega vel í gegnum tíðina og oft á tíðum vegna ofeyðslu á uppgangstímum. Það er eitt af því sem veldur spennu verðbólgu og öðru slíku. Að varast þær freistingar verður stórmál,“ segir Guðmundur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur segir að helsta áskorun næstu ríkisstjórnar í efnahagsstjórninni verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Anna Hrefna var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag ásamt Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði þar sem þau spáðu í spilin fyrir þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi. „Það er oft alveg jafn erfitt að stýra þegar það gengur vel og þegar það gengur illa. Það eru bara svo margar freistingar til staðar að vera að ausa peningum í hitt og þetta. En við megum ekki gleyma því að við erum alveg stórskuldug og stór útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagreiðslur. Það væri því mjög óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að halda ekki áfram að taka á því. Þannig að ég myndi segja að áskorunin væri að huga að því sérstaklega að halda áfram að lækka skuldir og ekki bara að hugsa um hvar við getum haldið áfram að auka útgjöld,“ segir Anna Hrefna.Þá telur hún það ekki raunhæft að flokkarnir geti staðið við allt sem þeir lofa núna en á meðal þess sem fer hátt í kosningabaráttunni eru loforð um gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og bætt kjör. „Það er ekkert ókeypis þar sem það er alltaf einhver sem borgar. Þetta er auðvitað bara allt mismundandi stefna sem fer eftir því að hversu mikið maður aðhyllist að velferðarkerfið eigi allt að vera ókeypis en þá borgar þú bara fyrir það í gegnum þína skatta. Svo eru aðrir sem vilja frekar hafa lægri skatta og þá veita þeim aðstoð sem á þurfa að halda,“ segir Anna Hrefna. Guðmundur tekur undir að það verði stórmál fyrir næstu ríkisstjórn að standast freistingar þegar kemur að ríkisútgjöldum, einmitt þegar uppgangur er í hagkerfinu. „Vandi íslensks hagkerfis er óstöðugleiki. Það er þessi eilífðarvandi sem stjórnvöld eru að glíma við að þetta er lítið hagkerfi og það þarf lítið til þess að setja það á hliðina. Það hefur stjórnmálamönnum tekist afskaplega vel í gegnum tíðina og oft á tíðum vegna ofeyðslu á uppgangstímum. Það er eitt af því sem veldur spennu verðbólgu og öðru slíku. Að varast þær freistingar verður stórmál,“ segir Guðmundur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44