Erlent

Ekvador lokaði á nettengingu Assange

Samúel Karl Ólason skrifar
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Vísir/EPA
Yfirvöld í Ekvador hafa viðurkennt að hafa lokað á nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fjögur ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar. Undanfarnar vikur hefur Wikileaks birt gögn og upplýsingar sem hafa haft áhrif á forsetakosinsingarnar í Bandaríkjunum.

Ekvador segir hins vegar að ákvörðun þeirra hafi ekki verið tekin vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Wikileaks hafa haldið því fram og Bandaríkin hafa neitað því.

Samkvæmt BBC segir í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Ekvador að Wikileaks beri ábyrgð á birtingu gagnanna og að Ekvador vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar í Bandaríkjunum.

Samtökin hafa undanfarið birt tölvupósta frá starfsmönnum framboðs Hillary Clinton og ræður sem Clinton hefur flutt fyrir stóra banka í Bandaríkjunum. Því hefur verið haldið fram af yfirvöldum Bandaríkjanna og Demókrataflokknum að Rússar hafi staðið að baki stuldi gagnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×