Viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs hjá Glitni sendi honum yfirlit yfir skuldir Fons við bankann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2016 21:45 Bjarni Jóhannesson og Jón Ásgeir Jóhannesson í dómsal í dag. Vísir/GVA Bjarni Jóhannesson, viðskiptastjóri flestra félaga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hjá Glitni árið 2008 áður en bankinn féll, sendi Jóni í júní það ár yfirlit yfir skuldir félagsins Fons við Glitni en Fons var í eigu Pálma Haraldssonar. Pálmi og Jón Ásgeir voru á þessum tíma viðskiptafélagar en fyrir dómi í dag sagðist Bjarni ekki minnast þess að hann hefði fengið samþykki hjá Pálma fyrir því að senda yfirlitið á Jón Ásgeir. Bjarni er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum þeirra Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnúsar Arnar Arngrímssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, í Aurum-málinu svokallaða. Jón Ásgeir er einnig ákærður fyrir hlutdeild en hann var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot áttu sér stað. Allir ákærðu neita sök og sögðu til að mynda þeir Lárus og Magnús fyrir dómi í dag að staða Glitnis hefði verið betri eftir lánveitinguna. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis í júlí 2008 til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma. Bjarni útbjó lánabeiðnina en lánið var svo notað til að kaupa 25,7 prósenta hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.Segir saksóknara hafa vísvitandi beitt blekkingum Áður en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tók til við að spyrja Bjarna út í ákæruatriðin ávarpaði hann dóminn. Hann lýsti sig saklausan af ákærunni en sagði svo: „Ég hef nánast enga reynslu af dómsmálum og sakamálum en ég treysti því í upphafi að ákæruvaldið kæmi heiðarlega fram og myndi gera allt til að leiða sannleikann í ljós. Það var því mikið áfall þegar kom í ljós að ákæruvaldið gerði það ekki.“ Bjarni vísaði síðan til verðmata á Aurum sem hann sagði samtímagögn. Áður hafði verið komið inn á þau við aðalmeðferðina þar sem bæði verjendur og Lárus Welding gerðu athugasemdir við það að gögnin hefðu upphaflega ekki verið hluti af málinu. Að mati þeirra sýna verðmötin nefnilega fram á að ekkert saknæmt hafi átt sér stað en Bjarni sagði það „vísvitandi blekkingar“ hjá ákæruvaldinu að leggja gögnin ekki fram í upphafi. Á meðal þess sem saksóknari spurði Bjarna var hvort að hann hefði vitað um aðdraganda láns Glitnis til FS38 eða hvort að Jón Ásgeir hafi eitthvað þrýst á hann. Bjarni svaraði báðum spurningunum neitandi. Aðspurður hver hefði tekið ákvörðunina um að veita lánið sagði Bjarni að það hefði áhættunefnd bankans gert. Jón Ásgeir ekki eini viðskiptavinurinn sem ýtti á viðskiptastjórann Undir hann voru síðan bornir tölvupóstar sem Jón Ásgeir sendi Bjarna vorið 2008 og snerust um lánveitingar Glitnis til Fons. Í einum póstinum stendur aðeins „klára“ og var Bjarni spurður hvernig hann hefði lesið í þennan póst. „Ætli hann sé ekki bara að ýta á mig...“ svaraði Bjarni en saksóknari greip þá boltann á lofti og spurði hvort að Jón Ásgeir hafi verið að þrýsta á hann. „Þeir voru svo sem ekki einir um það,“ sagði Bjarni. Bjarni var síðan spurður út í annan tölvupóst frá Jóni Ásgeiri sem hann sendi einnig á Lárus Welding. Í póstinum var nokkurs konar verkefnalisti yfir mál sem þurfti að klára en aðspurður sagði Bjarni að það hefði komið fyrir að hann fengi lista af þessu tagi frá viðskiptamönnum bankans. Verjandi hans spurði hann svo síðar hvort það hefði verið algengt að viðskiptavinir væru að þrýsta á um afgreiðslu mála. Svaraði Bjarni því til að það hefði verið algengt. Saksóknari spurði Bjarna hvort hann hefði talið að Glitnir væri í klemmu vegna Aurum-málsins en Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki upplifað það. Hann var þá spurður út í tölvupóst sem hann sendi til Jóns Ásgeirs í 15. júní 2008 en í viðhengi póstsins var að finna yfirlit yfir skuldastöðu Fons. Saksóknari spurði Bjarna hvers vegna hann hafi sent Jóni Ásgeiri yfirlitið.„Telur að LW hafi svikið sig ofl.“„Hann var að vinna fyrir hann og ég held að við höfum verið að reyna að vinna okkur inn bandamenn,“ sagði Bjarni. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa fengið samþykki frá Pálma Haraldssyni eiganda Fons fyrir því að senda yfirlitið. Í öðrum pósti frá Jóni Ásgeiri til Bjarna segir hann um Pálma: „Er að reyna að vinna í karlinum gengur lítið telur að LW hafi svikið sig ofl.“ Á tölvupóstsamskiptunum sést að Bjarni og Jón Ásgeir eru að fara yfir málefni Fons hjá Glitni, meðal annars tap félagsins og tryggingastöðu. Aðspurður hvers vegna þeir hafi verið að ræða málefi Fons sagði Bjarni: „Kemur ekki fram að hann hafi verið að tala við Pálma? Ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið að koma fram fyrir hans hönd.“ Jón Ásgeir gefur skýrslu í fyrramálið Í ákærunni er rakið hvernig láninu var ráðstafað en um 2,8 milljarðar voru millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitnis til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til ráðstöfunar. Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni. Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni. Saksóknari spurði Bjarna hvort það hefði alltaf legið fyrir að Jón Ásgeir myndi njóta góðs af lánveitingunni. „Það kom á daginn en það skiptir ekki höfuðmáli gagnvart mér því það voru einhver óuppgerð viðskipti milli Pálma og Jóns,“ svaraði Bjarni. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í fyrramálið þegar Jón Ásgeir Jóhannesson sest í vitnastúkuna. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16 Aurum-málið: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir sex milljarða króna lánið til FS38 Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. 19. október 2016 15:45 Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30 Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bjarni Jóhannesson, viðskiptastjóri flestra félaga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hjá Glitni árið 2008 áður en bankinn féll, sendi Jóni í júní það ár yfirlit yfir skuldir félagsins Fons við Glitni en Fons var í eigu Pálma Haraldssonar. Pálmi og Jón Ásgeir voru á þessum tíma viðskiptafélagar en fyrir dómi í dag sagðist Bjarni ekki minnast þess að hann hefði fengið samþykki hjá Pálma fyrir því að senda yfirlitið á Jón Ásgeir. Bjarni er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum þeirra Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnúsar Arnar Arngrímssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, í Aurum-málinu svokallaða. Jón Ásgeir er einnig ákærður fyrir hlutdeild en hann var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot áttu sér stað. Allir ákærðu neita sök og sögðu til að mynda þeir Lárus og Magnús fyrir dómi í dag að staða Glitnis hefði verið betri eftir lánveitinguna. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis í júlí 2008 til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma. Bjarni útbjó lánabeiðnina en lánið var svo notað til að kaupa 25,7 prósenta hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.Segir saksóknara hafa vísvitandi beitt blekkingum Áður en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari tók til við að spyrja Bjarna út í ákæruatriðin ávarpaði hann dóminn. Hann lýsti sig saklausan af ákærunni en sagði svo: „Ég hef nánast enga reynslu af dómsmálum og sakamálum en ég treysti því í upphafi að ákæruvaldið kæmi heiðarlega fram og myndi gera allt til að leiða sannleikann í ljós. Það var því mikið áfall þegar kom í ljós að ákæruvaldið gerði það ekki.“ Bjarni vísaði síðan til verðmata á Aurum sem hann sagði samtímagögn. Áður hafði verið komið inn á þau við aðalmeðferðina þar sem bæði verjendur og Lárus Welding gerðu athugasemdir við það að gögnin hefðu upphaflega ekki verið hluti af málinu. Að mati þeirra sýna verðmötin nefnilega fram á að ekkert saknæmt hafi átt sér stað en Bjarni sagði það „vísvitandi blekkingar“ hjá ákæruvaldinu að leggja gögnin ekki fram í upphafi. Á meðal þess sem saksóknari spurði Bjarna var hvort að hann hefði vitað um aðdraganda láns Glitnis til FS38 eða hvort að Jón Ásgeir hafi eitthvað þrýst á hann. Bjarni svaraði báðum spurningunum neitandi. Aðspurður hver hefði tekið ákvörðunina um að veita lánið sagði Bjarni að það hefði áhættunefnd bankans gert. Jón Ásgeir ekki eini viðskiptavinurinn sem ýtti á viðskiptastjórann Undir hann voru síðan bornir tölvupóstar sem Jón Ásgeir sendi Bjarna vorið 2008 og snerust um lánveitingar Glitnis til Fons. Í einum póstinum stendur aðeins „klára“ og var Bjarni spurður hvernig hann hefði lesið í þennan póst. „Ætli hann sé ekki bara að ýta á mig...“ svaraði Bjarni en saksóknari greip þá boltann á lofti og spurði hvort að Jón Ásgeir hafi verið að þrýsta á hann. „Þeir voru svo sem ekki einir um það,“ sagði Bjarni. Bjarni var síðan spurður út í annan tölvupóst frá Jóni Ásgeiri sem hann sendi einnig á Lárus Welding. Í póstinum var nokkurs konar verkefnalisti yfir mál sem þurfti að klára en aðspurður sagði Bjarni að það hefði komið fyrir að hann fengi lista af þessu tagi frá viðskiptamönnum bankans. Verjandi hans spurði hann svo síðar hvort það hefði verið algengt að viðskiptavinir væru að þrýsta á um afgreiðslu mála. Svaraði Bjarni því til að það hefði verið algengt. Saksóknari spurði Bjarna hvort hann hefði talið að Glitnir væri í klemmu vegna Aurum-málsins en Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki upplifað það. Hann var þá spurður út í tölvupóst sem hann sendi til Jóns Ásgeirs í 15. júní 2008 en í viðhengi póstsins var að finna yfirlit yfir skuldastöðu Fons. Saksóknari spurði Bjarna hvers vegna hann hafi sent Jóni Ásgeiri yfirlitið.„Telur að LW hafi svikið sig ofl.“„Hann var að vinna fyrir hann og ég held að við höfum verið að reyna að vinna okkur inn bandamenn,“ sagði Bjarni. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa fengið samþykki frá Pálma Haraldssyni eiganda Fons fyrir því að senda yfirlitið. Í öðrum pósti frá Jóni Ásgeiri til Bjarna segir hann um Pálma: „Er að reyna að vinna í karlinum gengur lítið telur að LW hafi svikið sig ofl.“ Á tölvupóstsamskiptunum sést að Bjarni og Jón Ásgeir eru að fara yfir málefni Fons hjá Glitni, meðal annars tap félagsins og tryggingastöðu. Aðspurður hvers vegna þeir hafi verið að ræða málefi Fons sagði Bjarni: „Kemur ekki fram að hann hafi verið að tala við Pálma? Ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið að koma fram fyrir hans hönd.“ Jón Ásgeir gefur skýrslu í fyrramálið Í ákærunni er rakið hvernig láninu var ráðstafað en um 2,8 milljarðar voru millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitnis til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til ráðstöfunar. Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni. Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni. Saksóknari spurði Bjarna hvort það hefði alltaf legið fyrir að Jón Ásgeir myndi njóta góðs af lánveitingunni. „Það kom á daginn en það skiptir ekki höfuðmáli gagnvart mér því það voru einhver óuppgerð viðskipti milli Pálma og Jóns,“ svaraði Bjarni. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í fyrramálið þegar Jón Ásgeir Jóhannesson sest í vitnastúkuna.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16 Aurum-málið: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir sex milljarða króna lánið til FS38 Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. 19. október 2016 15:45 Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30 Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16
Aurum-málið: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir sex milljarða króna lánið til FS38 Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. 19. október 2016 15:45
Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30
Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15