Handbolti

Formaður HSÍ tjáir sig um mál Einars Jónssonar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, var í gær dæmdur í eins leiks bann vegna ummæla á Vísi um dómara leiks síns liðs og Aftureldingar.

Skiptar skoðanir eru á því hvort dæma eigi þjálfara í bann fyrir að tjá sig en formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, segir að Einar hafi gengið of langt.

„Það er sjálfsagt að menn fái að tjá sig en þegar umræðan er komin út í að menn séu hlutdrægir eða dragi taum annars liðsins þá er þetta komið út fyrir þau mörk að tjá sig,“ segir Guðmundur.

„Við erum með í okkar reglum að ef umræðan er að snúast í þá veru að hún geti skaðað íþróttina og umfjöllun um handbolta þá sendum við það til aganefndar. Í hans tilfelli var það mat aganefndar að hann hefði farið yfir strikið.“

Sjá má viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×