Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2016 20:45 Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu vegna olíuleitar og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Greenpeace-félagar hafa verið þekktastir fyrir þá aðferð að klifra upp á borpalla til að mótmæla olíuvinnslu Norðmanna í Barentshafi. Þótt samtökin hafi þannig náð athygli fréttamiðla umheimsins hafa aðgerðirnar til þessa ekki haggað áformum norskra stjórnvalda um meiri olíuvinnslu á norðurslóðum. Greenpeace, í samvinnu við önnur norsk umhverfisverndarsamtök, hafa því ákveðið að fara dómstólaleiðina og í gær höfðuðu þau mál gegn norska ríkinu með þeirri kröfu að nýjustu olíuleitarleyfi verði ógilt. Leiðtogi Greenpeace í Noregi, Truls Gulowsen, komst í fréttirnar á Íslandi fyrir þremur árum þegar hann stormaði með félögum sínum, klæddum ísbjarnarbúningum, inn á olíuráðstefnu í Osló og tók orðið af Guðna Jóhannessyni orkumálastjóra þegar hann ætlaði að fara að ræða um íslenska Drekasvæðið. Norskir grænfriðungar með Truls Gulowsern í fararbroddi gripu orðið af Guðna orkumálastjóra, sem smellti myndum af þeim á símann sinn. Gulowsen segir málið gegn norska ríkinu höfðað vegna þess að á sama tíma og Erna Solberg forsætisráðherra undirritaði Parísarsáttmálann í vor, og hét þar að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hafi norsk stjórnvöld opnað á stórfellda nýja olíuleit í Barentshafi. Samtökin ætla þannig að láta reyna á gildi loftlagssáttmálans og beita meðal annars þeim málsrökum að við ákvörðun um olíuleitina hafi ekki verið lagt mat á það hvernig hún samrýmdist markmiðum um að draga úr hlýnun jarðar. Jafnframt telja samtökin að aukning olíuleitar brjóti gegn nýlegu ákvæði norsku stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um það að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru og að nýta beri náttúruauðlindir á grundvelli langtímasjónarmiða þar sem réttur komandi kynslóða sé einnig tekinn til greina. Noregur Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45 Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu vegna olíuleitar og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Greenpeace-félagar hafa verið þekktastir fyrir þá aðferð að klifra upp á borpalla til að mótmæla olíuvinnslu Norðmanna í Barentshafi. Þótt samtökin hafi þannig náð athygli fréttamiðla umheimsins hafa aðgerðirnar til þessa ekki haggað áformum norskra stjórnvalda um meiri olíuvinnslu á norðurslóðum. Greenpeace, í samvinnu við önnur norsk umhverfisverndarsamtök, hafa því ákveðið að fara dómstólaleiðina og í gær höfðuðu þau mál gegn norska ríkinu með þeirri kröfu að nýjustu olíuleitarleyfi verði ógilt. Leiðtogi Greenpeace í Noregi, Truls Gulowsen, komst í fréttirnar á Íslandi fyrir þremur árum þegar hann stormaði með félögum sínum, klæddum ísbjarnarbúningum, inn á olíuráðstefnu í Osló og tók orðið af Guðna Jóhannessyni orkumálastjóra þegar hann ætlaði að fara að ræða um íslenska Drekasvæðið. Norskir grænfriðungar með Truls Gulowsern í fararbroddi gripu orðið af Guðna orkumálastjóra, sem smellti myndum af þeim á símann sinn. Gulowsen segir málið gegn norska ríkinu höfðað vegna þess að á sama tíma og Erna Solberg forsætisráðherra undirritaði Parísarsáttmálann í vor, og hét þar að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, hafi norsk stjórnvöld opnað á stórfellda nýja olíuleit í Barentshafi. Samtökin ætla þannig að láta reyna á gildi loftlagssáttmálans og beita meðal annars þeim málsrökum að við ákvörðun um olíuleitina hafi ekki verið lagt mat á það hvernig hún samrýmdist markmiðum um að draga úr hlýnun jarðar. Jafnframt telja samtökin að aukning olíuleitar brjóti gegn nýlegu ákvæði norsku stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um það að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru og að nýta beri náttúruauðlindir á grundvelli langtímasjónarmiða þar sem réttur komandi kynslóða sé einnig tekinn til greina.
Noregur Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45 Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45 Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Norðmenn standa við útboð á meiri olíuleit í Barentshafi Ríkisstjórn Noregs heldur fast við áform um að úthluta 57 nýjum olíuleitarleyfum í Barentshafi og Noregshafi fyrir næsta sumar. 14. desember 2015 12:45
Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45
Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00
Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22