Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær.
Grænfriðungar komu þar í veg fyrir að Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Íslands, gæti hafið ræðu sína um Drekasvæðið.
Guðni sést vel á myndbandinu þar sem hann sjálfur tekur ljósmyndir af atburðinum en þær myndir sjást á heimasíðu Orkustofnunar. Einnig sést þegar lögreglan fjarlægir mótmælendur.
Sagt var frá málinu í fréttum Stöðvar 2 og talað við Guðna Jóhannesson orkumálastjóra.
Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra
Tengdar fréttir

Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði
Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið.