Katrín: „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2016 13:02 Katrín Jakobsdóttir á landsfundi VG í október á síðasta ári. Mynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson Vinstri grænir vilja að öll heilbrigðisþjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði gjaldfrjáls og draga þurfi markvisst úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á kjörtímabilinu. Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Akureyri en í morgun samþykkti fundurinn kosningaáherslur fyrir alþingiskosningarnar. Þar kennir ýmissa grasa. Flokkurinn vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum, að minnsta kosti 500 á ári eins og þar segir. Á meðal þess sem flokkurinn leggur áherslu á er gjaldfrjáls þjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og minna vægi kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum og við erum með raunhæfa áætlun um hvernig við gerum það. Við viljum byrja á heilsugæslunni og göngudeild sjúkrahúsanna. Við teljum að það þurfi að horfa á rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnanna úti um land allt og heilsugæslunnar sem þarf að styrkja,“segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fréttastofu. Katrín segist hafa trú á því að heilbrigðismálin verði mest áberandi á þeim vikum sem eru framundan fram að kosningum hinn 29. október. „Mér finnst að almenningur vilji ræða heilbrigðismálin og það er munur á stefnu flokkanna þó að aðrir flokka vilji bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Það er munur á því hvernig fólk vill gera það, hvernig fólk vill forgangsraða fjármunum. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis. Þess vegna tölum við sérstaklega fyrir einmitt því að það þurfi að styrkja rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnana og heilsugæslunnar. Það er eitt af því sem ég held að almenningur vilji setja á dagskrá. Þannig að ég hef trú á því að heilbrigðismálin verði ofarlega á baugi.“ Katrín nefnir líka skóla- og menntamál. „Þar viljum við stórefla bæði háskóla- og framhaldsskólakerfið þannig að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur þegar kemur að háskólamenntun því þetta er framtíðar hagsmunamál fyrir okkur öll, að þessi mál séu í lagi.“Kosningaráherslur VG fyrir alþingiskosningar. Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vinstri grænir vilja að öll heilbrigðisþjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði gjaldfrjáls og draga þurfi markvisst úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á kjörtímabilinu. Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Akureyri en í morgun samþykkti fundurinn kosningaáherslur fyrir alþingiskosningarnar. Þar kennir ýmissa grasa. Flokkurinn vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum, að minnsta kosti 500 á ári eins og þar segir. Á meðal þess sem flokkurinn leggur áherslu á er gjaldfrjáls þjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og minna vægi kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum og við erum með raunhæfa áætlun um hvernig við gerum það. Við viljum byrja á heilsugæslunni og göngudeild sjúkrahúsanna. Við teljum að það þurfi að horfa á rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnanna úti um land allt og heilsugæslunnar sem þarf að styrkja,“segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fréttastofu. Katrín segist hafa trú á því að heilbrigðismálin verði mest áberandi á þeim vikum sem eru framundan fram að kosningum hinn 29. október. „Mér finnst að almenningur vilji ræða heilbrigðismálin og það er munur á stefnu flokkanna þó að aðrir flokka vilji bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Það er munur á því hvernig fólk vill gera það, hvernig fólk vill forgangsraða fjármunum. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis. Þess vegna tölum við sérstaklega fyrir einmitt því að það þurfi að styrkja rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnana og heilsugæslunnar. Það er eitt af því sem ég held að almenningur vilji setja á dagskrá. Þannig að ég hef trú á því að heilbrigðismálin verði ofarlega á baugi.“ Katrín nefnir líka skóla- og menntamál. „Þar viljum við stórefla bæði háskóla- og framhaldsskólakerfið þannig að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur þegar kemur að háskólamenntun því þetta er framtíðar hagsmunamál fyrir okkur öll, að þessi mál séu í lagi.“Kosningaráherslur VG fyrir alþingiskosningar.
Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira