Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 13:30 Frá flokksþinginu í dag. vísir/ernir Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. Það var nefnilega aðeins sýnt beint frá ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en þegar hann hafði lokið máli sínu lauk útsendingunni líka. Á eftir Sigmundi Davíð kom forsætisráðherra og varaformaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, í pontu en þá hafði verið lokað fyrir beinu útsendinguna. Í pósti til fjölmiðla sem Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs kom fram að streymt yrði frá ræðu formannsins og ráðherra Framsóknarflokksins. Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins vegna komandi formannskjörs á morgun en þar eru þeir tveir í framboði, Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Nokkur styr stóð um dagskrá flokksþingsins í vikunni en í drögum þess var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Dagskránni var síðan breytt í gær og þar settar inn ræður ráðherra flokksins, þar með talin ræða Sigurðar Inga. Í ræðu sinni í dag skaut Sigurður Ingi nokkuð fast á Sigmund Davíð þó að hann nefndi formanninn aldrei á nafn. Hann sagði það til dæmis ekki í anda Framsóknarflokksins að formaðurinn ákvæði það einhliða að forsætisráðherra fengi aðeins 15 mínútur til að fara yfir störf ríkisstjórnarinnar síðustu sex mánuði.Vísir streymdi frá fundinum hér. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. Það var nefnilega aðeins sýnt beint frá ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en þegar hann hafði lokið máli sínu lauk útsendingunni líka. Á eftir Sigmundi Davíð kom forsætisráðherra og varaformaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, í pontu en þá hafði verið lokað fyrir beinu útsendinguna. Í pósti til fjölmiðla sem Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs kom fram að streymt yrði frá ræðu formannsins og ráðherra Framsóknarflokksins. Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins vegna komandi formannskjörs á morgun en þar eru þeir tveir í framboði, Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Nokkur styr stóð um dagskrá flokksþingsins í vikunni en í drögum þess var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Dagskránni var síðan breytt í gær og þar settar inn ræður ráðherra flokksins, þar með talin ræða Sigurðar Inga. Í ræðu sinni í dag skaut Sigurður Ingi nokkuð fast á Sigmund Davíð þó að hann nefndi formanninn aldrei á nafn. Hann sagði það til dæmis ekki í anda Framsóknarflokksins að formaðurinn ákvæði það einhliða að forsætisráðherra fengi aðeins 15 mínútur til að fara yfir störf ríkisstjórnarinnar síðustu sex mánuði.Vísir streymdi frá fundinum hér.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52
Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent