Skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 17:45 Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug kona hans eftir formannskjörið í dag þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. vísir/anton brink Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Gunnar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að ástæðan sé niðurstaða formannskosningarinnar í flokknum í dag og hvernig staðið var að þeim. Hann skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk. Í samtali við Vísi segir Gunnar að formannskjör Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra í dag hafi verið byggt á svikum. „Sigurður gerir þetta á grundvelli svikinna loforða sem hann setti oft fram og ég tel í hæsta máta ótrúverðugt að öfl innan flokksins ryðji formanni frá og hreyki sér af árangri þess manns sem þeir fella af stalli. Pólitískt séð tel ég fullvíst að þetta muni leiða til fylgishruns hjá flokknum og ég held að Framsóknarflokkurinn muni berjast fyrir lífi sínu í komandi kosningum,“ segir Gunnar. Hann skorar á Sigmund Davíð að fara í sérframboð en Gunnar er ekki búinn að ákveða sig hvort að hann segi sig úr Framsóknarflokknum. „Það fer bara eftir því hvað Sigmundur gerir og segir og ég mun fylgjast með því á næstu dögum.“ Gunnar segir mikla reiði innan Framsóknarflokksins hvernig að formannsframboði Sigurðar Inga var staðið en hann kveðst líta svo á að vinstri öflin hafi náð völdum í flokknum. Aðspurður kveðst hann ekki hafa trú á því að nýkjörnum formanni takist að sameina flokkinn fyrir kosningar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Gunnar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að ástæðan sé niðurstaða formannskosningarinnar í flokknum í dag og hvernig staðið var að þeim. Hann skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk. Í samtali við Vísi segir Gunnar að formannskjör Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra í dag hafi verið byggt á svikum. „Sigurður gerir þetta á grundvelli svikinna loforða sem hann setti oft fram og ég tel í hæsta máta ótrúverðugt að öfl innan flokksins ryðji formanni frá og hreyki sér af árangri þess manns sem þeir fella af stalli. Pólitískt séð tel ég fullvíst að þetta muni leiða til fylgishruns hjá flokknum og ég held að Framsóknarflokkurinn muni berjast fyrir lífi sínu í komandi kosningum,“ segir Gunnar. Hann skorar á Sigmund Davíð að fara í sérframboð en Gunnar er ekki búinn að ákveða sig hvort að hann segi sig úr Framsóknarflokknum. „Það fer bara eftir því hvað Sigmundur gerir og segir og ég mun fylgjast með því á næstu dögum.“ Gunnar segir mikla reiði innan Framsóknarflokksins hvernig að formannsframboði Sigurðar Inga var staðið en hann kveðst líta svo á að vinstri öflin hafi náð völdum í flokknum. Aðspurður kveðst hann ekki hafa trú á því að nýkjörnum formanni takist að sameina flokkinn fyrir kosningar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26