Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 19:23 Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð, Anna Sigurlaug og Gunnar Bragi á flokksþingi Framsóknar í fyrra áður en vík varð milli vina í forystu flokksins. vísir/ernir „Þetta er auðvitað ekki sú niðurstaða sem ég óskaði mér, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Vísi en hann var eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Eins og kunnugt er tapaði Sigmundur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra en í kjölfarið dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara flokksins til baka. Aðspurður hvers vegna hann gerði það segist hann hafa talið eðlilegt að forysta flokksins byrjaði með hreint og nýtt borð. „Ég hef unnið mjög náið með Sigmundi í langan tíma og taldi bara eðlilegt að nýr formaður fengi svigrúm til að vera með fólk í kringum sig sem væri óumdeilt og klárlega ekki á annarri línu en hann.“ Gunnar Bragi segir gríðarlega pressu á Sigurði Inga að sameina þær tvær fylkingar sem eru í flokknum og komu svo skýrt fram í kringum formannskjörið. „Auðvitað vonar maður að það takist. Við förum hins vegar nú á fullt í kosningabaráttu og inn í kjördæmin að boða þá stefnu sem flokkurinn hyggst leggja fram,“ segir Gunnar Bragi.Muntu standa þétt við bakið á nýjum formanni?„Ég held að ég eins og aðrir hljóti að fara í þessar kosningar og fylgja þeirri stefnu sem hann og aðrir leggja af stað með og var samþykkt á flokksþinginu. Þessi kosningabarátta snýst ekki um persónur heldur um að flokkurinn fái sem mest fylgi og það ætlum við okkur að gera.“ Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og segist stefna á að ná sem bestum árangari fyrir flokkinn þar. Aðspurður kveðst Gunnar Bragi hafa heyrt í Sigmundi Davíð eftir kjörið í dag en vill ekki segja blaðamanni hvernig hljóðið var í fráfarandi formanni. „Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og munum halda áfram að vera góðir vinir og trúnaðarmenn.“ Gunnar Bragi vonar að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum og hefur fulla trú á því að hann haldi áfram að starfa innan Framsóknarflokksins. „Ég vona svo sannarlega að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum því stjórnmálin yrðu litlausari án hans, það er alveg ljóst. Þessi maður er búinn að leiða Framsóknarflokkinn til forystu og hefur sýnt það að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef það er sterkur einstaklingur sem leiðir og flokkurinn er á bak við hann.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
„Þetta er auðvitað ekki sú niðurstaða sem ég óskaði mér, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Vísi en hann var eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Eins og kunnugt er tapaði Sigmundur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra en í kjölfarið dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara flokksins til baka. Aðspurður hvers vegna hann gerði það segist hann hafa talið eðlilegt að forysta flokksins byrjaði með hreint og nýtt borð. „Ég hef unnið mjög náið með Sigmundi í langan tíma og taldi bara eðlilegt að nýr formaður fengi svigrúm til að vera með fólk í kringum sig sem væri óumdeilt og klárlega ekki á annarri línu en hann.“ Gunnar Bragi segir gríðarlega pressu á Sigurði Inga að sameina þær tvær fylkingar sem eru í flokknum og komu svo skýrt fram í kringum formannskjörið. „Auðvitað vonar maður að það takist. Við förum hins vegar nú á fullt í kosningabaráttu og inn í kjördæmin að boða þá stefnu sem flokkurinn hyggst leggja fram,“ segir Gunnar Bragi.Muntu standa þétt við bakið á nýjum formanni?„Ég held að ég eins og aðrir hljóti að fara í þessar kosningar og fylgja þeirri stefnu sem hann og aðrir leggja af stað með og var samþykkt á flokksþinginu. Þessi kosningabarátta snýst ekki um persónur heldur um að flokkurinn fái sem mest fylgi og það ætlum við okkur að gera.“ Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og segist stefna á að ná sem bestum árangari fyrir flokkinn þar. Aðspurður kveðst Gunnar Bragi hafa heyrt í Sigmundi Davíð eftir kjörið í dag en vill ekki segja blaðamanni hvernig hljóðið var í fráfarandi formanni. „Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og munum halda áfram að vera góðir vinir og trúnaðarmenn.“ Gunnar Bragi vonar að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum og hefur fulla trú á því að hann haldi áfram að starfa innan Framsóknarflokksins. „Ég vona svo sannarlega að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum því stjórnmálin yrðu litlausari án hans, það er alveg ljóst. Þessi maður er búinn að leiða Framsóknarflokkinn til forystu og hefur sýnt það að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef það er sterkur einstaklingur sem leiðir og flokkurinn er á bak við hann.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent