Íslendingar fljúga í Karíbahafi Þorgeir Helgason skrifar 5. október 2016 07:00 Garðar Foberg Flugfélag í eigu Íslendinga hefur hafið flug á milli Dómíniska lýðveldisins til Bandaríkjanna. Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægðir með þennan áfanga enda er það flókið ferli að fá leyfi til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Auk þess hafa bandarísk flugfélög einokað þessa flugleið árum saman,“ sagði Garðar Forberg, stjórnarmaður og hluthafi hjá flugfélaginu. Dominican Wings er því eina dóminíska flugfélagið sem flýgur til Bandaríkjanna en innan skamms mun annað innlent flugfélag PAWA Dominicana, hefja flugferðir til Bandaríkjanna. Flugfélagið, Dominican Wings, var stofnað árið 2015 og fékk flugrekstrarleyfi síðar sama ár. Flotinn telur eina Airbus 320-200 vél en stefnt er að því að fjölga flugvélum bráðlega. Hingað til hefur flugfélagið að meginstefnu flogið til Argentínu og Trínidads og Tóbagós. Flugrekstrarleyfi Dominican Wings til Bandaríkjanna opnar á nýja möguleika í framtíðinni. Móðurfélag Dominican Wings er Avion Express en félagið var stofnað árið 2005. Árið 2009 stofnuðu Davíð Másson, Garðar Forberg og Halldór Hafliðason félagið ACP sem að festi kaup á 50% hlut í Avion Express. Félagið á nú 11 flugvélar og leigði meðal annars WOW Air fyrstu vélar félagsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugfélag í eigu Íslendinga hefur hafið flug á milli Dómíniska lýðveldisins til Bandaríkjanna. Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægðir með þennan áfanga enda er það flókið ferli að fá leyfi til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Auk þess hafa bandarísk flugfélög einokað þessa flugleið árum saman,“ sagði Garðar Forberg, stjórnarmaður og hluthafi hjá flugfélaginu. Dominican Wings er því eina dóminíska flugfélagið sem flýgur til Bandaríkjanna en innan skamms mun annað innlent flugfélag PAWA Dominicana, hefja flugferðir til Bandaríkjanna. Flugfélagið, Dominican Wings, var stofnað árið 2015 og fékk flugrekstrarleyfi síðar sama ár. Flotinn telur eina Airbus 320-200 vél en stefnt er að því að fjölga flugvélum bráðlega. Hingað til hefur flugfélagið að meginstefnu flogið til Argentínu og Trínidads og Tóbagós. Flugrekstrarleyfi Dominican Wings til Bandaríkjanna opnar á nýja möguleika í framtíðinni. Móðurfélag Dominican Wings er Avion Express en félagið var stofnað árið 2005. Árið 2009 stofnuðu Davíð Másson, Garðar Forberg og Halldór Hafliðason félagið ACP sem að festi kaup á 50% hlut í Avion Express. Félagið á nú 11 flugvélar og leigði meðal annars WOW Air fyrstu vélar félagsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira