Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 11:25 Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. vísir/ernir Ekki verður brugðist við ásökunum um meint svindl í formannskjöri Framsóknarflokksins um liðna helgi nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur fullyrt að svindlað hafi verið í formannskosningunni. Fulltrúar úr Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt, þrátt fyrir að hafa verið skráðir sem slíkir.Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hvetur formann Framsóknarfélagsins að leggja fram beiðni.Einar Gunnar segist í samtali við Vísi ekki hafa fengið neina beiðni á borð til sín. Þá veit hann ekki hvort fótur sé fyrir ásökununum. „Það er langbest fyrir Svein að koma bara hingað til okkar á skrifstofuna og fara yfir þessi atriði sem hann telur þurfa að fara yfir. Það þarf að fá nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem um ræðir og þá er hægt að fara yfir það,“ segir Einar. Meint svindl var rætt á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær, að sögn Einars. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvað nákvæmlega var rætt. „Það er auðvitað bara eðlilegt að það fari fram umræða á milli fólks í flokknum.“ Sveinn Hjörtur sagðist í samtali við Vísi í gær ekki ætla að kæra kosninguna, en að hann vilji fá afsökunarbeiðni frá flokknum. Ekki náðist í Svein við vinnslu fréttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist aðspurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun ekki vilja ganga svo langt að segja að svindlað hafi verið í kosningunni. Hins vegar hafi hann séð heilu rúturnar koma að Háskólabíói, þar sem flokksþingið var haldið, og fjölda fólks sem hann hafi aldrei séð áður. „Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum,“ sagði Sigmundur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Ekki verður brugðist við ásökunum um meint svindl í formannskjöri Framsóknarflokksins um liðna helgi nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur fullyrt að svindlað hafi verið í formannskosningunni. Fulltrúar úr Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt, þrátt fyrir að hafa verið skráðir sem slíkir.Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hvetur formann Framsóknarfélagsins að leggja fram beiðni.Einar Gunnar segist í samtali við Vísi ekki hafa fengið neina beiðni á borð til sín. Þá veit hann ekki hvort fótur sé fyrir ásökununum. „Það er langbest fyrir Svein að koma bara hingað til okkar á skrifstofuna og fara yfir þessi atriði sem hann telur þurfa að fara yfir. Það þarf að fá nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem um ræðir og þá er hægt að fara yfir það,“ segir Einar. Meint svindl var rætt á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær, að sögn Einars. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvað nákvæmlega var rætt. „Það er auðvitað bara eðlilegt að það fari fram umræða á milli fólks í flokknum.“ Sveinn Hjörtur sagðist í samtali við Vísi í gær ekki ætla að kæra kosninguna, en að hann vilji fá afsökunarbeiðni frá flokknum. Ekki náðist í Svein við vinnslu fréttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist aðspurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun ekki vilja ganga svo langt að segja að svindlað hafi verið í kosningunni. Hins vegar hafi hann séð heilu rúturnar koma að Háskólabíói, þar sem flokksþingið var haldið, og fjölda fólks sem hann hafi aldrei séð áður. „Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum,“ sagði Sigmundur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent