Icelandair hefur áætlunarflug til Philadelphia Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2016 12:23 Philadelphia er átjándi áfangastaður Icelandair í Norður-Ameríku. Mynd/Wikipedia Commons Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Philadelphia í Bandaríkjunum á næsta ári. Fyrr í dag greindi Vísir frá áætlunum flugfélagsins að fljúga til Tampa á Flórída á næsta ári. Sala farseðla er þegar hafin. Borgirnar eru sautjándi og átjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. Flugið til Philadelphia hefst í 30. maí og stendur til 20. september, en flugið til Tampa er heilsársflug sem hefst 6. september á næsta hausti „Flugáætlun Icelandair fyrir árið 2017 verður um 13% umfangsmeiri en á þessu ári. Áætlað er að farþegar verði um 4,2 milljónir á árinu 2017 og muni fjölga um 450 þúsund frá yfirstandandi ári. Alls verða 30 flugvélar nýttar til farþegaflugsins næsta sumar, en tvær Boeing 767 vélar bætast við flotann,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Að neðan má sjá finna upplýsingar um borgirnar tvær úr tilkynningu flugfélagsins.Philadelphia er ein af þekktustu borgum Bandaríkjanna, en hún tilheyrir Pennsylvaniufylki og er mitt á milli New York og Washington. Phildadelphia er einn af helstu sögustöðum Bandaríkjanna er bæði sjálfstæðisyfirlýsingin (1776) og stjórnarskráin (1787) voru staðfest og undirrituð þar. Borgin er ein sú stærsta í Bandaríkjunum en íbúafjöldi hennar og næsta nágrennis er um 7,2 milljónir. Flogið verður fjórum sinnum í viku næsta sumar á alþjóðaflugvöllinn í borginni, sem er meðal umferðarmestu flugvalla Norður-Ameríku.Tampa í Florida stendur við Mexíkóflóann og er miðstöð stjórnsýslu og þjónustu fyrir um 4,5 milljón íbúa svæði sem einkum er þekkt fyrir ferðaþjónustu og strandbæi eins og St. Petersburg, Clearwater Beach og Sarasota. Tæplega tveggja tíma akstur er milli Orlando, sem Icelandair hefur þjónustað um árabil, og Tampa. Flugið til Tampa Bay hefst 6. september og eykst þá tíðnin inn á hina vinsælu ferðamannastaði Florida, auk þess sem Tampa flugvöllur býður upp á góða tengiflugsmöguleika.„Þessir áfangastaðir falla vel að leiðakerfi okkar. Borgirnar opna ný stór markaðssvæði fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug okkar til og frá Evrópuborgum. Þá eru þær kærkomin valkostur fyrir Íslendinga í ferðahug“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.Leiðakerfi Icelandair hefur margfaldast að umfangi frá árinu 2009. Þá voru farþegar um 1,3 milljónir, eða um 30% þess fjölda, 4,2 milljónum, sem gert er ráð fyrir á árinu 2017. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair hefur áætlunarflug til Tampa á Flórída á næsta ári Flogið verður tvisvar á viku milli Keflavíkur og Tampa International Airport frá og með 7. september 2017. 5. október 2016 11:01 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Philadelphia í Bandaríkjunum á næsta ári. Fyrr í dag greindi Vísir frá áætlunum flugfélagsins að fljúga til Tampa á Flórída á næsta ári. Sala farseðla er þegar hafin. Borgirnar eru sautjándi og átjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. Flugið til Philadelphia hefst í 30. maí og stendur til 20. september, en flugið til Tampa er heilsársflug sem hefst 6. september á næsta hausti „Flugáætlun Icelandair fyrir árið 2017 verður um 13% umfangsmeiri en á þessu ári. Áætlað er að farþegar verði um 4,2 milljónir á árinu 2017 og muni fjölga um 450 þúsund frá yfirstandandi ári. Alls verða 30 flugvélar nýttar til farþegaflugsins næsta sumar, en tvær Boeing 767 vélar bætast við flotann,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Að neðan má sjá finna upplýsingar um borgirnar tvær úr tilkynningu flugfélagsins.Philadelphia er ein af þekktustu borgum Bandaríkjanna, en hún tilheyrir Pennsylvaniufylki og er mitt á milli New York og Washington. Phildadelphia er einn af helstu sögustöðum Bandaríkjanna er bæði sjálfstæðisyfirlýsingin (1776) og stjórnarskráin (1787) voru staðfest og undirrituð þar. Borgin er ein sú stærsta í Bandaríkjunum en íbúafjöldi hennar og næsta nágrennis er um 7,2 milljónir. Flogið verður fjórum sinnum í viku næsta sumar á alþjóðaflugvöllinn í borginni, sem er meðal umferðarmestu flugvalla Norður-Ameríku.Tampa í Florida stendur við Mexíkóflóann og er miðstöð stjórnsýslu og þjónustu fyrir um 4,5 milljón íbúa svæði sem einkum er þekkt fyrir ferðaþjónustu og strandbæi eins og St. Petersburg, Clearwater Beach og Sarasota. Tæplega tveggja tíma akstur er milli Orlando, sem Icelandair hefur þjónustað um árabil, og Tampa. Flugið til Tampa Bay hefst 6. september og eykst þá tíðnin inn á hina vinsælu ferðamannastaði Florida, auk þess sem Tampa flugvöllur býður upp á góða tengiflugsmöguleika.„Þessir áfangastaðir falla vel að leiðakerfi okkar. Borgirnar opna ný stór markaðssvæði fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug okkar til og frá Evrópuborgum. Þá eru þær kærkomin valkostur fyrir Íslendinga í ferðahug“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.Leiðakerfi Icelandair hefur margfaldast að umfangi frá árinu 2009. Þá voru farþegar um 1,3 milljónir, eða um 30% þess fjölda, 4,2 milljónum, sem gert er ráð fyrir á árinu 2017.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair hefur áætlunarflug til Tampa á Flórída á næsta ári Flogið verður tvisvar á viku milli Keflavíkur og Tampa International Airport frá og með 7. september 2017. 5. október 2016 11:01 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira
Icelandair hefur áætlunarflug til Tampa á Flórída á næsta ári Flogið verður tvisvar á viku milli Keflavíkur og Tampa International Airport frá og með 7. september 2017. 5. október 2016 11:01