Kosningaloforðin við aldraða frá 2013 svikin! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. október 2016 07:00 Nú er stutt orðið í alþingiskosningar en þær verða 29. október. Athyglisvert er, að þegar komið er að alþingiskosningum 2016, eru stjórnarflokkarnir ekki enn farnir að efna stærstu kosningaloforðin, sem þeir gáfu fyrir kosningarnar 2013! Frambjóðendur til Alþingis virðast telja, að þeir geti lofað öllu fögru fyrir kosningar og svikið síðan loforðin. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð fyrir síðustu alþingiskosningar: Þeir lofuðu að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa á krepputímanum. Þetta var tekið mjög skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar laun hækka meira en lífeyrir. Ríkisstjórnin hefur ekki lyft litla fingri í því að efna þetta stóra kosningaloforð. Það hefur gersamlega verið svikið. Það er alvarlegt mál. Nú hafa kjósendur tækifæri til þess að refsa þeim fyrir svikin. Stjórnarflokkarnir lofuðu einnig að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Núverandi ríkisstjórn afturkallaði tvö þessara atriða á sumarþinginu 2013: Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið lækkað, var hækkað á ný í 109 þúsund kr. á mánuði. Grunnlífeyrir, sem hafði verið skertur hjá þeim efnameiri 2009, var leiðréttur á ný. Þessi tvö atriði voru ódýr fyrir ríkissjóð og gögnuðust þeim sem voru vel staddir. Annað gerði ríkisstjórnin ekki þá og gerði ekki meira til þess að efna kosningaloforð, sem hún hafði gefið öldruðum og öryrkjum. Eitt atriði af þessum sex rann út af sjálfu sér. Það var tímabundið; hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar. Sú hækkun gekk til baka 2014.Svik Bjarni Benediktsson gaf öldruðum stórt kosningaloforð í bréfi 2013. Hann lofaði að afnema alla tekjutengingu lífeyris aldraðra. Þetta var stórt kosningaloforð; skerðingar valda öldruðum mikilli kjaraskerðingu. Bjarni hefur ekki efnt þetta loforð. Þetta loforð þýðir afnám skerðingar lífeyris aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Það litla, sem var gert til leiðréttingar útreiknings grunnlífeyris, skiptir litlu máli í þessu sambandi. Eftir sem áður voru framkvæmdar miklar skerðingar á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Allur fjöldinn, sem var með lítinn lífeyrissjóð eða í meðallagi stóran, sætti mikilli skerðingu. Og tekjutengingar vegna tekna af fjármagni og atvinnu í fullu gildi. Ekki hefur verið staðið við kosningaloforð Bjarna Benediktssonar við aldraða. Það litla, sem ríkisstjórnin leiðrétti á sumarþinginu 2013 er tekið til baka í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar. Grunnlífeyrir felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna afnumið! Yfirskrift fráfarandi ríkisstjórnar er : Svik, svik, svik.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Nú er stutt orðið í alþingiskosningar en þær verða 29. október. Athyglisvert er, að þegar komið er að alþingiskosningum 2016, eru stjórnarflokkarnir ekki enn farnir að efna stærstu kosningaloforðin, sem þeir gáfu fyrir kosningarnar 2013! Frambjóðendur til Alþingis virðast telja, að þeir geti lofað öllu fögru fyrir kosningar og svikið síðan loforðin. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð fyrir síðustu alþingiskosningar: Þeir lofuðu að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa á krepputímanum. Þetta var tekið mjög skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar laun hækka meira en lífeyrir. Ríkisstjórnin hefur ekki lyft litla fingri í því að efna þetta stóra kosningaloforð. Það hefur gersamlega verið svikið. Það er alvarlegt mál. Nú hafa kjósendur tækifæri til þess að refsa þeim fyrir svikin. Stjórnarflokkarnir lofuðu einnig að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Núverandi ríkisstjórn afturkallaði tvö þessara atriða á sumarþinginu 2013: Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið lækkað, var hækkað á ný í 109 þúsund kr. á mánuði. Grunnlífeyrir, sem hafði verið skertur hjá þeim efnameiri 2009, var leiðréttur á ný. Þessi tvö atriði voru ódýr fyrir ríkissjóð og gögnuðust þeim sem voru vel staddir. Annað gerði ríkisstjórnin ekki þá og gerði ekki meira til þess að efna kosningaloforð, sem hún hafði gefið öldruðum og öryrkjum. Eitt atriði af þessum sex rann út af sjálfu sér. Það var tímabundið; hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar. Sú hækkun gekk til baka 2014.Svik Bjarni Benediktsson gaf öldruðum stórt kosningaloforð í bréfi 2013. Hann lofaði að afnema alla tekjutengingu lífeyris aldraðra. Þetta var stórt kosningaloforð; skerðingar valda öldruðum mikilli kjaraskerðingu. Bjarni hefur ekki efnt þetta loforð. Þetta loforð þýðir afnám skerðingar lífeyris aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Það litla, sem var gert til leiðréttingar útreiknings grunnlífeyris, skiptir litlu máli í þessu sambandi. Eftir sem áður voru framkvæmdar miklar skerðingar á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Allur fjöldinn, sem var með lítinn lífeyrissjóð eða í meðallagi stóran, sætti mikilli skerðingu. Og tekjutengingar vegna tekna af fjármagni og atvinnu í fullu gildi. Ekki hefur verið staðið við kosningaloforð Bjarna Benediktssonar við aldraða. Það litla, sem ríkisstjórnin leiðrétti á sumarþinginu 2013 er tekið til baka í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar. Grunnlífeyrir felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna afnumið! Yfirskrift fráfarandi ríkisstjórnar er : Svik, svik, svik.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun