Segja loftárás hafa verið gerða á bílalestina Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2016 18:49 18 féllu í árásinni á bílalestina. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar segja ljóst að loftárás hafi verið gerð á bílalest Rauða hálfmánans við Aleppo í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sérfræðingar SÞ greindu gervihnattarmyndir af skemmdunum en 18 manns létu lífið. Bandaríkin hafa sakað Rússa um að hafa gert loftárás á bílalestina en Rússar neita því og segja uppreisnarmenn hafa ráðist á hana með sprengjuvörpum. Sameinuðu þjóðirnar segja mögulegt að árásin sé stríðsglæpur. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki sakað neinn um að gera árásina.Sjá einnig: Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni.Samkvæmt frétt BBC hefur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipað nefnd sem á að rannsaka árásina. Hann hefur lýst henni sem „grimmilegri“ og að hún virðist hafa verið framin vísvitandi. Nokkrum dögum áður en árásin var gerð hafði bandalag Bandaríkjanna fellt 62 sýrlenska hermenn í loftárás, sem Bandaríkin sögðu að hefði verið gert fyrir slysni. Þá féll vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands um sjálft sig í kjölfar árásarinnar. Síðan þá hafa fjölmargar loftárásir verið gerðar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í Aleppo, þar sem talið er að um 275 þúsund borgarar sitji fastir. Minnst 420 borgarar hafa fallið og rúmlega þúsund eru særðir. Stjórnarherinn er nú sagður undirbúa sókn inn í Aleppo. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Friðarviðræðum Bandaríkjanna og Rússa slitið Rússar hafa ákveðið að slíta samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. 3. október 2016 18:08 Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Sendiherra Rússlands á Íslandi segir að ekki eigi að láta hræðsluáróður um Rússagrýlu hafa áhrif á samstarf Rússa og Íslands. 26. september 2016 19:30 Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00 Varði árásirnar á Aleppo Bandaríkin hlífa hryðjuverkasamtökunum Jabhat Fateh al-Sham, áður þekkt sem al-Nusra Front, í tilraunum sínum til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Þetta fullyrti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við BBC í gær. 1. október 2016 07:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja ljóst að loftárás hafi verið gerð á bílalest Rauða hálfmánans við Aleppo í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sérfræðingar SÞ greindu gervihnattarmyndir af skemmdunum en 18 manns létu lífið. Bandaríkin hafa sakað Rússa um að hafa gert loftárás á bílalestina en Rússar neita því og segja uppreisnarmenn hafa ráðist á hana með sprengjuvörpum. Sameinuðu þjóðirnar segja mögulegt að árásin sé stríðsglæpur. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki sakað neinn um að gera árásina.Sjá einnig: Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni.Samkvæmt frétt BBC hefur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipað nefnd sem á að rannsaka árásina. Hann hefur lýst henni sem „grimmilegri“ og að hún virðist hafa verið framin vísvitandi. Nokkrum dögum áður en árásin var gerð hafði bandalag Bandaríkjanna fellt 62 sýrlenska hermenn í loftárás, sem Bandaríkin sögðu að hefði verið gert fyrir slysni. Þá féll vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands um sjálft sig í kjölfar árásarinnar. Síðan þá hafa fjölmargar loftárásir verið gerðar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í Aleppo, þar sem talið er að um 275 þúsund borgarar sitji fastir. Minnst 420 borgarar hafa fallið og rúmlega þúsund eru særðir. Stjórnarherinn er nú sagður undirbúa sókn inn í Aleppo.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Friðarviðræðum Bandaríkjanna og Rússa slitið Rússar hafa ákveðið að slíta samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. 3. október 2016 18:08 Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Sendiherra Rússlands á Íslandi segir að ekki eigi að láta hræðsluáróður um Rússagrýlu hafa áhrif á samstarf Rússa og Íslands. 26. september 2016 19:30 Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00 Varði árásirnar á Aleppo Bandaríkin hlífa hryðjuverkasamtökunum Jabhat Fateh al-Sham, áður þekkt sem al-Nusra Front, í tilraunum sínum til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Þetta fullyrti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við BBC í gær. 1. október 2016 07:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Friðarviðræðum Bandaríkjanna og Rússa slitið Rússar hafa ákveðið að slíta samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. 3. október 2016 18:08
Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Sendiherra Rússlands á Íslandi segir að ekki eigi að láta hræðsluáróður um Rússagrýlu hafa áhrif á samstarf Rússa og Íslands. 26. september 2016 19:30
Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Utanríkisráðherra Bretlands veltir því fyrir sér hvort Rússlandsher gerist sekur um stríðsglæpi. Bílalest með nauðsynjavörum varð fyrir árás á leið til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Rússar neita ábyrgð og kenna Bandaríkjamönnum 26. september 2016 07:00
Varði árásirnar á Aleppo Bandaríkin hlífa hryðjuverkasamtökunum Jabhat Fateh al-Sham, áður þekkt sem al-Nusra Front, í tilraunum sínum til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Þetta fullyrti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við BBC í gær. 1. október 2016 07:00