Handbolti

Þriðji sigur Vals í röð | Selfoss sótti sigur í Krikann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Rúnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Val.
Anton Rúnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Val. vísir/ernir
Valsmenn unnu sinn þriðja leik í röð í Olís-deild karla þegar þeir fengu Frammara í heimsókn í kvöld. Lokatölur 31-25, Val í vil.

Leikurinn var hnífjafn lengst af. Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 12-14, en í seinni hálfleik voru Valsmenn ívið sterkari.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson jafnaði metin fyrir Fram í 23-23 þegar átta mínútur voru eftir en Valur átti lokamínúturnar sem liðið vann 8-2.

Ýmir Örn Gíslason var markahæstur í liði Vals með sjö mörk. Andri Þór Helgason skoraði sömuleiðis sjö mörk fyrir Fram en sex þeirra komu í fyrri hálfleik.

Mörk Vals:

Ýmir Örn Gíslason 7, Josip Juric 6, Anton Rúnarsson 4/2, Atli Karl Bachmann 4, Alexander Örn Júlíusson 3, Vignir Stefánsson 2, Orri Freyr Gíslason 2, Atli Már Báruson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1, Heiðar Þór Aðalsteinsson 1.

Mörk Fram:

Andri Þór Helgason 7/1, Arnar Birkir Hálfdánarson 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Sigurður Örn Þorsteinsson 3, Davíð Stefán Reynisson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Bjartur Guðmundsson 1.

Einar Sverrisson skoraði 11 mörk í Krikanum.vísir/ernir
Eftir þrjá tapleiki í röð sótti Selfoss sigur í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 32-36, Selfyssingum í vil í miklum markaleik.

Selfoss er nú kominn með sex stig í Olís-deildinni, einu stigi meira en FH.

FH-ingar komust í 1-0 en það var í eina skiptið sem þeir leiddu í leiknum. Selfyssingar voru alltaf með undirtökin og þegar flautað var til hálfleiks munaði sjö mörkum á liðunum, 11-18.

Selfoss náði mest níu marka forystu og þótt FH-ingar hafi vaknað til lífsins síðustu 10 mínútur leiksins dugði það ekki til.

Einar Sverrisson var markahæstur í liði Selfoss með 11 mörk. Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk og Guðjón Ágústsson sex.

Einar Rafn Eiðsson skoraði 12 mörk fyrir FH og Óðinn Þór Ríkharðsson átta.

Mörk FH:

Einar Rafn Eiðsson 12/2, Óðinn Þór Ríkharðsson 8/1, Jóhann Karl Reynisson 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 1.

Mörk Selfoss:

Einar Sverrisson 11, Elvar Örn Jónsson 7/2, Guðjón Ágústsson 6, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 3, Hergeir Grímsson 3, Guðni Ingvarsson 2, Andri Már Sveinsson 2, Sverrir Pálsson 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×