Þorgerður Katrín enn hlynnt búrkubanni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2016 10:38 Þorgerður Katrín er fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Daníel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segist enn þeirrar skoðunar að banna eigi búrkur á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við Þorgerði Katrínu í Stundinni. Hún segist fyrst og fremst vera mótfallin búrkum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í febrúar árið 2011 beindi Þorgerður spurningu sinni til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Hún spurði hann hvort það kæmi til greina að banna búrkur á Íslandi. Ögmundur sagði þá ekki rétt að taka upp slíkt bann. Í viðtali við Stundina er Þorgerður Katrín spurð hvort að hún sé enn á þeirri skoðun að búrkur skuli vera bannaðar hér á landi. „Þetta er eitthvað sem margir sem telja sig frjálslynda eru mótfallnir. Ertu enn á þessari skoðun?“ spyr blaðamaður Stundarinnar. „Já, ég er enn þeirrar skoðunar. Það voru ekki síst frjálshyggjumennirnir sem hjóluðu hvað harðast í mig, en ég var og er fyrst og fremst á móti búrkunum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Höfum hugfast að ég er ekki að tala um slæður heldur aðeins búrkur sem hylja andlitið þannig að einungis sést í augun. Ég hvatti til þess að menn tækju þessa umræðu áður áður en hætt yrði við því að umræðan hér á landi færi að snúast um tiltekna einstaklinga í stað prinsippanna. Ég er enn sannfærð um þetta, eftir að hafa lesið ótal bækur um femínisma, íslam og annað og ekki síður vegna þeirra pósta sem ég fékk í kjölfar umræðunnar um þetta. Konur sem voru múhameðstrúar sendu mér tölvupósta og tóku eindregið undir það sem ég var að segja en óskuðu líka nær allar nafnleyndar. Þær sögðu búrkur ekki samræmast íslam, að búrkurnar byggðu á eftiráskýringu karla í múhameðstrúarheiminum, og tóku undir málflutning minn rétt eins og konur úr ýmsum flokkum hafa gert, bæði t.d. úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Þorgerður. Hún telur jafnframt að slíkt bann hafi ekkert með frjálslyndi að gera. „Það hefur ekkert með frjálslyndi að gera að vera á móti því að banna búrkur, mér finnst sú afstaða öllu heldur fela í sér lítinn skilning á jafnrétti og kvenfrelsi. En það kemur svo sem ekki á óvart að slík gagnrýni komi hægra megin frá.“ Blaðamaður Stundarinnar bendir þá á að gagnrýni á slíkar hugmyndir hafi til að mynda snúist um að með slíku búrkubanni sé verið að jaðarsetja múslima enn frekar en nú þegar er gert. „Ég held að þessu sé frekar öfugt farið. Að ef búrkur verði algengar þá ýti það frekar undir andúð og skilningsleysi á múslimum heldur en bann við búrkum,“ segir Þorgerður Katrín. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segist enn þeirrar skoðunar að banna eigi búrkur á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við Þorgerði Katrínu í Stundinni. Hún segist fyrst og fremst vera mótfallin búrkum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í febrúar árið 2011 beindi Þorgerður spurningu sinni til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Hún spurði hann hvort það kæmi til greina að banna búrkur á Íslandi. Ögmundur sagði þá ekki rétt að taka upp slíkt bann. Í viðtali við Stundina er Þorgerður Katrín spurð hvort að hún sé enn á þeirri skoðun að búrkur skuli vera bannaðar hér á landi. „Þetta er eitthvað sem margir sem telja sig frjálslynda eru mótfallnir. Ertu enn á þessari skoðun?“ spyr blaðamaður Stundarinnar. „Já, ég er enn þeirrar skoðunar. Það voru ekki síst frjálshyggjumennirnir sem hjóluðu hvað harðast í mig, en ég var og er fyrst og fremst á móti búrkunum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Höfum hugfast að ég er ekki að tala um slæður heldur aðeins búrkur sem hylja andlitið þannig að einungis sést í augun. Ég hvatti til þess að menn tækju þessa umræðu áður áður en hætt yrði við því að umræðan hér á landi færi að snúast um tiltekna einstaklinga í stað prinsippanna. Ég er enn sannfærð um þetta, eftir að hafa lesið ótal bækur um femínisma, íslam og annað og ekki síður vegna þeirra pósta sem ég fékk í kjölfar umræðunnar um þetta. Konur sem voru múhameðstrúar sendu mér tölvupósta og tóku eindregið undir það sem ég var að segja en óskuðu líka nær allar nafnleyndar. Þær sögðu búrkur ekki samræmast íslam, að búrkurnar byggðu á eftiráskýringu karla í múhameðstrúarheiminum, og tóku undir málflutning minn rétt eins og konur úr ýmsum flokkum hafa gert, bæði t.d. úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Þorgerður. Hún telur jafnframt að slíkt bann hafi ekkert með frjálslyndi að gera. „Það hefur ekkert með frjálslyndi að gera að vera á móti því að banna búrkur, mér finnst sú afstaða öllu heldur fela í sér lítinn skilning á jafnrétti og kvenfrelsi. En það kemur svo sem ekki á óvart að slík gagnrýni komi hægra megin frá.“ Blaðamaður Stundarinnar bendir þá á að gagnrýni á slíkar hugmyndir hafi til að mynda snúist um að með slíku búrkubanni sé verið að jaðarsetja múslima enn frekar en nú þegar er gert. „Ég held að þessu sé frekar öfugt farið. Að ef búrkur verði algengar þá ýti það frekar undir andúð og skilningsleysi á múslimum heldur en bann við búrkum,“ segir Þorgerður Katrín.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira