Varar við gereyðingu Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2016 20:01 Hermenn sækja fram í Aleppo. Vísir/AFP Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Sýrlandi, varaði í dag við því að gereyðing Aleppo væri möguleg. Hann kallaði eftir því að Rússar og stjórnarherinn hætti árásum sínum á borgina og bauðst jafnvel til að fylgja vígamönnum þaðan persónulega.Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur í kjölfarið gefið út að leggi mennirnir niður vopn sín, megi þeir yfirgefa borgina. Hins vegar verði árásum á hann ekki hætt. Harðir bardagar geysa nú í borginni á milli fylkinga og hefur stjórnarherinn sótt fram.Mistura sagði í dag að hermenn stjórnarhersins hafi setið um borgina í mánuð. Matvæli og aðrar nauðsynjar eru af skornum skammti þar. „Staðreyndin er sú að eftir tvo til tvo og hálfan mánuð verður austurhluti Aleppo rústir einar ef fram heldur sem horfir. Þúsundir borgarar, ekki hryðjuverkamenn, munu láta lífið og fjölmargir munu særast,“ sagði Mistura. Rússar og stjórnarherinn hafa haldið því fram að þeir séu að gera árásir gegn samtökunum Jabhat Fateh al-Sham, sem gengu undir nafninu Nusra front áður en þeir slitu formlegum tengslum við al-Qaeda.Mistura segir hins vegar að af um átta þúsund vopnuðum mönnum í Aleppo, séu um 900 meðlimir JFS. Hundruð hafa látið lífið í austurhluta borgarinnar þar sem uppreisnar- og vígamenn ráða ríkjum. Um 275 þúsund almennir borgarar eru á svæðinu. Uppreisnarmennirnir segjast þó ekki ætla að yfirgefa borgina og segja tilboð Assad vera gabb. Í samtali við Reuters fréttaveituna segir talsmaður Fastaqim, uppreisnarhóps sem er með menn í Aleppo, að Aleppo sé sérstök. Þeir geti ómögulega gefist upp. Bandaríkin hafa einnig vafasemdir um tilboð Assad. Josh Earnest, talsmaður Barack Obama, segir fáránlegt að stjórnarherinn gefi nú í skyn að þeim sé nú annt um almenna borgara. Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Sýrlandi, varaði í dag við því að gereyðing Aleppo væri möguleg. Hann kallaði eftir því að Rússar og stjórnarherinn hætti árásum sínum á borgina og bauðst jafnvel til að fylgja vígamönnum þaðan persónulega.Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur í kjölfarið gefið út að leggi mennirnir niður vopn sín, megi þeir yfirgefa borgina. Hins vegar verði árásum á hann ekki hætt. Harðir bardagar geysa nú í borginni á milli fylkinga og hefur stjórnarherinn sótt fram.Mistura sagði í dag að hermenn stjórnarhersins hafi setið um borgina í mánuð. Matvæli og aðrar nauðsynjar eru af skornum skammti þar. „Staðreyndin er sú að eftir tvo til tvo og hálfan mánuð verður austurhluti Aleppo rústir einar ef fram heldur sem horfir. Þúsundir borgarar, ekki hryðjuverkamenn, munu láta lífið og fjölmargir munu særast,“ sagði Mistura. Rússar og stjórnarherinn hafa haldið því fram að þeir séu að gera árásir gegn samtökunum Jabhat Fateh al-Sham, sem gengu undir nafninu Nusra front áður en þeir slitu formlegum tengslum við al-Qaeda.Mistura segir hins vegar að af um átta þúsund vopnuðum mönnum í Aleppo, séu um 900 meðlimir JFS. Hundruð hafa látið lífið í austurhluta borgarinnar þar sem uppreisnar- og vígamenn ráða ríkjum. Um 275 þúsund almennir borgarar eru á svæðinu. Uppreisnarmennirnir segjast þó ekki ætla að yfirgefa borgina og segja tilboð Assad vera gabb. Í samtali við Reuters fréttaveituna segir talsmaður Fastaqim, uppreisnarhóps sem er með menn í Aleppo, að Aleppo sé sérstök. Þeir geti ómögulega gefist upp. Bandaríkin hafa einnig vafasemdir um tilboð Assad. Josh Earnest, talsmaður Barack Obama, segir fáránlegt að stjórnarherinn gefi nú í skyn að þeim sé nú annt um almenna borgara.
Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira