Veislunni bjargað á ögurstundu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2016 06:00 Alfreð Finnbogason baðar út öllum öngum eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands. vísir/anton brink Íslenska þjóðin er orðin svo góðu vön frá strákunum okkar í fótboltalandsliðinu að 10.000 áhorfendur á Laugardalsvelli skildu í raun ekki hvað var í gangi þegar 89 mínútur voru komnar á leikklukkuna og Ísland var að tapa, 2-1, fyrir Finnlandi eftir að lenda tvívegis undir. Íslenska liðið hefur verið svo öflugt undanfarin ár, sérstaklega á heimavelli, að kröfurnar eru orðnar miklar til liðsins. Þó ekkert meiri en strákarnir gera til sjálfs sín. Það var ekki margt sem benti til ævintýralegs 3-2 heimasigurs og áframhaldandi fótboltaveislu á Íslandi. Sumir voru meira að segja byrjaðir að hleypa úr partíblöðrunum.Nagli á höfuð hjá Kára Strákarnir okkar fengu að bragða á sínu eigin meðali í gær. Þeir voru miklu stærra liðið sem átti að halda boltanum og vinna leikinn gegn Finnum sem eru nær 100. sæti á heimslistanum en 27. sæti þar sem Ísland situr. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Íslands, við íþróttadeild eftir leikinn í gærkvöldi. Kári hitti naglann á höfuðið. Þetta var eins og að horfa á Ísland spila við skuggann af sjálfu sér. Lið undir stjórn taktísks Svía sem er búinn að undirbúa liðið eins á fyrstu mánuðunum í starfi eins og Lars gerði með Ísland. Finnar þekktu sínar sterku hliðar, vörðust vel og nýttu einu tvö færin sem liðið fékk. Hljómar þetta ekki kunnuglega?Gylfi og Kári fagna marki hins síðarnefnd í gærkvöldi.Vísir/Anton BrinkFokið í flest þegar Gylfi klúðrar víti Í gær þurftu strákarnir okkar að spila eins og stórir strákar og það tókst misvel. Liðið skapaði ekki mikið af færum en það sem skapaðist vildi bara ekki detta. Það er fokið í flest skjól þegar Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að brenna af vítaspyrnum. Samt besti maður vallarins svo það komi fram. Margsinnis hefur íslenska liðið verið í stöðu Finnlands; með betra fótboltalið að hamra á sér á síðustu mínútunum. Munurinn er þó sá að Ísland nær alltaf úrslitum. Það gerðu okkar menn í gær. Þeir hafa unnið sigra með varnarleik, taktík og stundum pakkað liðum saman með flottri spilamennsku og skynsemi. En í gær var komið að því að sýna nýja hlið: Vinna leik á síðustu andartökunum; sýna kraft, vilja og gæði til að skora ekki bara eitt heldur tvö mörk í uppbótartíma. Karakter er einfalda orðið til að nota yfir svona endurkomu en þetta voru gæði í bland við óbilandi sigurvilja. Spilamennskan var ekki fullkomin en þrjú mikilvæg stig í sarpinn. Það er styrkleikamerki góðra liða og veislan heldur áfram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 22:39 Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Líklega mun aldrei fást svar við spurningunni hvort sigurmark Íslands gegn Finnum var löglegt. 6. október 2016 22:15 Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni þegar sigurmarkið kom Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni á Laugardalsvellinum þegar Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 23:18 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Íslenska þjóðin er orðin svo góðu vön frá strákunum okkar í fótboltalandsliðinu að 10.000 áhorfendur á Laugardalsvelli skildu í raun ekki hvað var í gangi þegar 89 mínútur voru komnar á leikklukkuna og Ísland var að tapa, 2-1, fyrir Finnlandi eftir að lenda tvívegis undir. Íslenska liðið hefur verið svo öflugt undanfarin ár, sérstaklega á heimavelli, að kröfurnar eru orðnar miklar til liðsins. Þó ekkert meiri en strákarnir gera til sjálfs sín. Það var ekki margt sem benti til ævintýralegs 3-2 heimasigurs og áframhaldandi fótboltaveislu á Íslandi. Sumir voru meira að segja byrjaðir að hleypa úr partíblöðrunum.Nagli á höfuð hjá Kára Strákarnir okkar fengu að bragða á sínu eigin meðali í gær. Þeir voru miklu stærra liðið sem átti að halda boltanum og vinna leikinn gegn Finnum sem eru nær 100. sæti á heimslistanum en 27. sæti þar sem Ísland situr. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Íslands, við íþróttadeild eftir leikinn í gærkvöldi. Kári hitti naglann á höfuðið. Þetta var eins og að horfa á Ísland spila við skuggann af sjálfu sér. Lið undir stjórn taktísks Svía sem er búinn að undirbúa liðið eins á fyrstu mánuðunum í starfi eins og Lars gerði með Ísland. Finnar þekktu sínar sterku hliðar, vörðust vel og nýttu einu tvö færin sem liðið fékk. Hljómar þetta ekki kunnuglega?Gylfi og Kári fagna marki hins síðarnefnd í gærkvöldi.Vísir/Anton BrinkFokið í flest þegar Gylfi klúðrar víti Í gær þurftu strákarnir okkar að spila eins og stórir strákar og það tókst misvel. Liðið skapaði ekki mikið af færum en það sem skapaðist vildi bara ekki detta. Það er fokið í flest skjól þegar Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að brenna af vítaspyrnum. Samt besti maður vallarins svo það komi fram. Margsinnis hefur íslenska liðið verið í stöðu Finnlands; með betra fótboltalið að hamra á sér á síðustu mínútunum. Munurinn er þó sá að Ísland nær alltaf úrslitum. Það gerðu okkar menn í gær. Þeir hafa unnið sigra með varnarleik, taktík og stundum pakkað liðum saman með flottri spilamennsku og skynsemi. En í gær var komið að því að sýna nýja hlið: Vinna leik á síðustu andartökunum; sýna kraft, vilja og gæði til að skora ekki bara eitt heldur tvö mörk í uppbótartíma. Karakter er einfalda orðið til að nota yfir svona endurkomu en þetta voru gæði í bland við óbilandi sigurvilja. Spilamennskan var ekki fullkomin en þrjú mikilvæg stig í sarpinn. Það er styrkleikamerki góðra liða og veislan heldur áfram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 22:39 Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Líklega mun aldrei fást svar við spurningunni hvort sigurmark Íslands gegn Finnum var löglegt. 6. október 2016 22:15 Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni þegar sigurmarkið kom Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni á Laugardalsvellinum þegar Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 23:18 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Í hvaða heimi er þetta ekki rautt spjald? | Myndir Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 22:39
Villandi skjáskot tekur ekki af vafa um hvort markið var löglegt Líklega mun aldrei fást svar við spurningunni hvort sigurmark Íslands gegn Finnum var löglegt. 6. október 2016 22:15
Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni þegar sigurmarkið kom Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni á Laugardalsvellinum þegar Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 23:18