Mikilvægt að setja metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2016 20:45 Forsætisráðherra Skotlands sagði á Hringborði norðurslóða í dag að mikilvægt væri að þjóðir heims settu sér metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum en sett hafi verið í Parísar-samkomulaginu. Skotar hafi sett sér háleit markmið sem mikilvægt sé að ná í samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, er gífurlega umfangsmikil ráðstefna. Þar eru fjögur hundruð fyrirlesarar frá fjörutíu löndum og þátttakendur eru um tvö þúsund. Þetta eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem láta sig málefni norðurslóða varða, ekki hvað síst vegna loftslagsbreytinganna; núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka víðs vegar að úr heiminum. Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands flutti stefnuræðu á Hringborðinu í dag. Hún sagði Skota hafa árið 1990 sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum til ársins 2020 og náð þeim öllum nú þegar. Hún þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir brautryðjendastarf hans í sköpun Arctic Circle sem væri mikilvægur vettvangur fyrir málefni norðurslóða. En áður en Sturgeon snéri sér að loftlagsmálunum sló hún á létta strengi og sagði aðdáendur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa tekið upp víkingaklappið frá áhangendum í skoska fótboltanum. „Ég tek þetta upp vegna þess að frá okkar sjónarhóli var gott að geta átt skoskt innlegg í Evrópukeppnina 2016.Ég ætti e.t.v. að senda samúðarkveðjur til finnska utanríkisráðherrans og reyndar til finnsku þjóðarinnar. Ungmennalið okkar (U-21) lék hér á Íslandi að kvöldi miðvikudags og okkar biðu svipuð örlög og finnska liðsins í gærkvöldi. Gamla sigursæla Ísland sem England þekkja af vondri reynslu virðist enn vera á sigurbraut,” sagði Sturgeon og uppskar mikinn hlátur. Forsætisráðherrann tilkynnti á fundinum að Skotar hefðu ákveðið að setja milljón pund, rúmar 140 milljónir króna, í sjóð fyrir þróunarlöndin til að þau geti fylgst betur með loftslagsbreytingunum og kortlagt þær. Hún sagði Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum mikilvægt skref, þar sem stefnt væri að því að hitinn á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja markið mun hærra, eða vel innan við 1,5 gráður. Sturgeon segir Skota leggja mikla áherslu á samstarf við nágranna sína á norðurslóðum. „Löndin fyrir norðan Skotland eru landfræðilega nær norðurskauti jarðar en fjarlægðin er til Lundúna. Það skýrir ef til vill hvers vegna við viljum í síauknum mæli byggja upp nánara samstarf við nágranna okkar í norðri, taka fullan þátt í að leysa þau úrlausnarefni og grípa tækifærin sem lönd sem liggja að norðurskautinu standa frammi fyrir nú,“ segir forsætisráðherra Skotlands. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Skotland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands sagði á Hringborði norðurslóða í dag að mikilvægt væri að þjóðir heims settu sér metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum en sett hafi verið í Parísar-samkomulaginu. Skotar hafi sett sér háleit markmið sem mikilvægt sé að ná í samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, er gífurlega umfangsmikil ráðstefna. Þar eru fjögur hundruð fyrirlesarar frá fjörutíu löndum og þátttakendur eru um tvö þúsund. Þetta eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem láta sig málefni norðurslóða varða, ekki hvað síst vegna loftslagsbreytinganna; núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka víðs vegar að úr heiminum. Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands flutti stefnuræðu á Hringborðinu í dag. Hún sagði Skota hafa árið 1990 sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum til ársins 2020 og náð þeim öllum nú þegar. Hún þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir brautryðjendastarf hans í sköpun Arctic Circle sem væri mikilvægur vettvangur fyrir málefni norðurslóða. En áður en Sturgeon snéri sér að loftlagsmálunum sló hún á létta strengi og sagði aðdáendur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa tekið upp víkingaklappið frá áhangendum í skoska fótboltanum. „Ég tek þetta upp vegna þess að frá okkar sjónarhóli var gott að geta átt skoskt innlegg í Evrópukeppnina 2016.Ég ætti e.t.v. að senda samúðarkveðjur til finnska utanríkisráðherrans og reyndar til finnsku þjóðarinnar. Ungmennalið okkar (U-21) lék hér á Íslandi að kvöldi miðvikudags og okkar biðu svipuð örlög og finnska liðsins í gærkvöldi. Gamla sigursæla Ísland sem England þekkja af vondri reynslu virðist enn vera á sigurbraut,” sagði Sturgeon og uppskar mikinn hlátur. Forsætisráðherrann tilkynnti á fundinum að Skotar hefðu ákveðið að setja milljón pund, rúmar 140 milljónir króna, í sjóð fyrir þróunarlöndin til að þau geti fylgst betur með loftslagsbreytingunum og kortlagt þær. Hún sagði Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum mikilvægt skref, þar sem stefnt væri að því að hitinn á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja markið mun hærra, eða vel innan við 1,5 gráður. Sturgeon segir Skota leggja mikla áherslu á samstarf við nágranna sína á norðurslóðum. „Löndin fyrir norðan Skotland eru landfræðilega nær norðurskauti jarðar en fjarlægðin er til Lundúna. Það skýrir ef til vill hvers vegna við viljum í síauknum mæli byggja upp nánara samstarf við nágranna okkar í norðri, taka fullan þátt í að leysa þau úrlausnarefni og grípa tækifærin sem lönd sem liggja að norðurskautinu standa frammi fyrir nú,“ segir forsætisráðherra Skotlands.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Skotland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira