Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. október 2016 20:00 Vísir/Getty Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. Michael Bisping varð millivigtarmeistari UFC eftir óvæntan sigur á Luke Rockhold í sumar. Bisping kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði þáverandi meistara í 1. lotu. Sigri hann Dan Henderson í nótt setur hann met yfir flesta sigra í sögu UFC.Bisping mætir Dan Henderson í sinni fyrstu titilvörn sem er nokkuð sem hefur mætt mikilli gagnrýni. Henderson er 46 ára gamall, í 13. sæti styrkleikalista UFC og hefur tapað sex af síðustu níu bardögum sínum. Henderson á þó heiðurinn af versta tapi á ferli Bisping. Henderson rotaði Bisping í 2. lotu á UFC 100 og var rothöggið nokkuð hrottalegt. Rothöggið er eitt það eftirminnilegasta í sögu UFC og sat það lengi í Bisping. Þegar Bisping varð loksins meistari var bara einn andstæðingur sem hann vildi mæta – Dan Henderson. Bisping vill hefna fyrir tapið slæma árið 2009 og það var nú eða aldrei. Dan Henderson ætlar nefnilega að hætta eftir þennan bardaga hvort sem hann standi uppi sem sigurvegari eða ekki. Henderson er klárlega einn besti bardagamaður í sögu MMA enda sigrað stór nöfn í nokkrum þyngdarflokkum á borð við Fedor Emelianenko, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva og Vitor Belfort. Hann vann titil í Strikeforce bardagasamtökunum og í japönsku bardagasamtökunum Pride á sínum tíma. Með sigri á morgun yrði hann sá fyrsti til að vinna titla í Pride, Strikeforce og UFC. Lengi vel var Henderson ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt. Fyrir og eftir hvern einasta bardaga var hann spurður hvort hann ætlaði núna að hætta. Henderson virtist alltaf vera jafn hissa á spurningunni enda bara 45 ára ungur. Eftir sigur hans á Hector Lombard í sumar var annað hljóð í honum. Hann var farinn að huga að endalokum ferilsins og mun hætta eftir bardagann í nótt. Þrátt fyrir að vera löngu kominn af léttasta skeiði er hann ennþá með sína hættulegu hægri bombu. Getur hann endurtekið leikinn frá árinu 2009 eða mun Michael Bisping ná fram hefndum? Það kemur í ljós í kvöld þegar UFC 204 fer fram í Manchester í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. MMA Tengdar fréttir Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30 Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sjá meira
Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. Michael Bisping varð millivigtarmeistari UFC eftir óvæntan sigur á Luke Rockhold í sumar. Bisping kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði þáverandi meistara í 1. lotu. Sigri hann Dan Henderson í nótt setur hann met yfir flesta sigra í sögu UFC.Bisping mætir Dan Henderson í sinni fyrstu titilvörn sem er nokkuð sem hefur mætt mikilli gagnrýni. Henderson er 46 ára gamall, í 13. sæti styrkleikalista UFC og hefur tapað sex af síðustu níu bardögum sínum. Henderson á þó heiðurinn af versta tapi á ferli Bisping. Henderson rotaði Bisping í 2. lotu á UFC 100 og var rothöggið nokkuð hrottalegt. Rothöggið er eitt það eftirminnilegasta í sögu UFC og sat það lengi í Bisping. Þegar Bisping varð loksins meistari var bara einn andstæðingur sem hann vildi mæta – Dan Henderson. Bisping vill hefna fyrir tapið slæma árið 2009 og það var nú eða aldrei. Dan Henderson ætlar nefnilega að hætta eftir þennan bardaga hvort sem hann standi uppi sem sigurvegari eða ekki. Henderson er klárlega einn besti bardagamaður í sögu MMA enda sigrað stór nöfn í nokkrum þyngdarflokkum á borð við Fedor Emelianenko, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva og Vitor Belfort. Hann vann titil í Strikeforce bardagasamtökunum og í japönsku bardagasamtökunum Pride á sínum tíma. Með sigri á morgun yrði hann sá fyrsti til að vinna titla í Pride, Strikeforce og UFC. Lengi vel var Henderson ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt. Fyrir og eftir hvern einasta bardaga var hann spurður hvort hann ætlaði núna að hætta. Henderson virtist alltaf vera jafn hissa á spurningunni enda bara 45 ára ungur. Eftir sigur hans á Hector Lombard í sumar var annað hljóð í honum. Hann var farinn að huga að endalokum ferilsins og mun hætta eftir bardagann í nótt. Þrátt fyrir að vera löngu kominn af léttasta skeiði er hann ennþá með sína hættulegu hægri bombu. Getur hann endurtekið leikinn frá árinu 2009 eða mun Michael Bisping ná fram hefndum? Það kemur í ljós í kvöld þegar UFC 204 fer fram í Manchester í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.
MMA Tengdar fréttir Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30 Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sjá meira
Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30
Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00