Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. október 2016 20:00 Vísir/Getty Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. Michael Bisping varð millivigtarmeistari UFC eftir óvæntan sigur á Luke Rockhold í sumar. Bisping kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði þáverandi meistara í 1. lotu. Sigri hann Dan Henderson í nótt setur hann met yfir flesta sigra í sögu UFC.Bisping mætir Dan Henderson í sinni fyrstu titilvörn sem er nokkuð sem hefur mætt mikilli gagnrýni. Henderson er 46 ára gamall, í 13. sæti styrkleikalista UFC og hefur tapað sex af síðustu níu bardögum sínum. Henderson á þó heiðurinn af versta tapi á ferli Bisping. Henderson rotaði Bisping í 2. lotu á UFC 100 og var rothöggið nokkuð hrottalegt. Rothöggið er eitt það eftirminnilegasta í sögu UFC og sat það lengi í Bisping. Þegar Bisping varð loksins meistari var bara einn andstæðingur sem hann vildi mæta – Dan Henderson. Bisping vill hefna fyrir tapið slæma árið 2009 og það var nú eða aldrei. Dan Henderson ætlar nefnilega að hætta eftir þennan bardaga hvort sem hann standi uppi sem sigurvegari eða ekki. Henderson er klárlega einn besti bardagamaður í sögu MMA enda sigrað stór nöfn í nokkrum þyngdarflokkum á borð við Fedor Emelianenko, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva og Vitor Belfort. Hann vann titil í Strikeforce bardagasamtökunum og í japönsku bardagasamtökunum Pride á sínum tíma. Með sigri á morgun yrði hann sá fyrsti til að vinna titla í Pride, Strikeforce og UFC. Lengi vel var Henderson ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt. Fyrir og eftir hvern einasta bardaga var hann spurður hvort hann ætlaði núna að hætta. Henderson virtist alltaf vera jafn hissa á spurningunni enda bara 45 ára ungur. Eftir sigur hans á Hector Lombard í sumar var annað hljóð í honum. Hann var farinn að huga að endalokum ferilsins og mun hætta eftir bardagann í nótt. Þrátt fyrir að vera löngu kominn af léttasta skeiði er hann ennþá með sína hættulegu hægri bombu. Getur hann endurtekið leikinn frá árinu 2009 eða mun Michael Bisping ná fram hefndum? Það kemur í ljós í kvöld þegar UFC 204 fer fram í Manchester í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. MMA Tengdar fréttir Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30 Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira
Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. Michael Bisping varð millivigtarmeistari UFC eftir óvæntan sigur á Luke Rockhold í sumar. Bisping kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði þáverandi meistara í 1. lotu. Sigri hann Dan Henderson í nótt setur hann met yfir flesta sigra í sögu UFC.Bisping mætir Dan Henderson í sinni fyrstu titilvörn sem er nokkuð sem hefur mætt mikilli gagnrýni. Henderson er 46 ára gamall, í 13. sæti styrkleikalista UFC og hefur tapað sex af síðustu níu bardögum sínum. Henderson á þó heiðurinn af versta tapi á ferli Bisping. Henderson rotaði Bisping í 2. lotu á UFC 100 og var rothöggið nokkuð hrottalegt. Rothöggið er eitt það eftirminnilegasta í sögu UFC og sat það lengi í Bisping. Þegar Bisping varð loksins meistari var bara einn andstæðingur sem hann vildi mæta – Dan Henderson. Bisping vill hefna fyrir tapið slæma árið 2009 og það var nú eða aldrei. Dan Henderson ætlar nefnilega að hætta eftir þennan bardaga hvort sem hann standi uppi sem sigurvegari eða ekki. Henderson er klárlega einn besti bardagamaður í sögu MMA enda sigrað stór nöfn í nokkrum þyngdarflokkum á borð við Fedor Emelianenko, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva og Vitor Belfort. Hann vann titil í Strikeforce bardagasamtökunum og í japönsku bardagasamtökunum Pride á sínum tíma. Með sigri á morgun yrði hann sá fyrsti til að vinna titla í Pride, Strikeforce og UFC. Lengi vel var Henderson ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt. Fyrir og eftir hvern einasta bardaga var hann spurður hvort hann ætlaði núna að hætta. Henderson virtist alltaf vera jafn hissa á spurningunni enda bara 45 ára ungur. Eftir sigur hans á Hector Lombard í sumar var annað hljóð í honum. Hann var farinn að huga að endalokum ferilsins og mun hætta eftir bardagann í nótt. Þrátt fyrir að vera löngu kominn af léttasta skeiði er hann ennþá með sína hættulegu hægri bombu. Getur hann endurtekið leikinn frá árinu 2009 eða mun Michael Bisping ná fram hefndum? Það kemur í ljós í kvöld þegar UFC 204 fer fram í Manchester í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.
MMA Tengdar fréttir Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30 Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira
Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30
Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00