Gylfi: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. október 2016 21:06 Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik. vísir/ernir Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði var í leikbanni og því lék Birkir Bjarnason með Gylfa á miðri miðjunni og gekk samvinna þeirra mjög vel. „Það var mjög fínt að spila með Birki,“ sagði Gylfi rétt að leiknum loknum. „Við Aron þekkjum hvorn annan gríðarlega vel. Ég reikna með að Aron komi aftur inn í næsta leik og við förum að spila aftur saman en það sýnir breiddina í hópnum að þegar við missum tvo, þrjá leikmenn að þá koma nýir leikmenn inn og þeir standa sig mjög vel.“ Í fyrsta sinn frá því að uppgangur landsliðsins hófst hefur liðið átt í meiðsla vandræðum en þeir leikmenn sem komu inn sýndu að þó nokkur breidd er í íslenska liðinu. „Það er erfitt fyrir þjálfarann að breyta þegar gengur vel og við höfum verið með mjög góða blöndu síðustu ár. Það hafa kannski ekki verið tækifæri til að breyta því við höfum verið að spila vel, bæta okkur og vinna leiki. „Það hefur verið erfitt fyrir strákana á bekknum að bíða en þeir hafa verið mjög þolinmóðir og þegar þeir fá sénsinn í dag eru þeir meira en nógu góðir til að byrja þessa leiki,“ sagði Gylfi. Gylfi var að vonum ánægðu með sigurinn og ekki síst spilamennskuna en Ísland yfirspilaði Tyrkland á löngum köflum í leiknum. „Frábær sigur. Við vorum mikið betri en á móti Finnum, það er á hreinu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vinna alla bolta, bæði fyrstu boltana og seinni boltana. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en tvö eru nóg og að halda hreinu er frábært,“ sagði Gylfi sem vildi ekki gera lítið úr fyrri leikjum Íslands í keppninni þó þessi hafi verið sá besti til þessa. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik í Úkraínu og sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það var kannski smá einbeitingarleysi í þeim leik, að klára ekki þann leik. „Við gerðum það sem við þurftum á móti Finnum og vorum frábærir í kvöld. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði var í leikbanni og því lék Birkir Bjarnason með Gylfa á miðri miðjunni og gekk samvinna þeirra mjög vel. „Það var mjög fínt að spila með Birki,“ sagði Gylfi rétt að leiknum loknum. „Við Aron þekkjum hvorn annan gríðarlega vel. Ég reikna með að Aron komi aftur inn í næsta leik og við förum að spila aftur saman en það sýnir breiddina í hópnum að þegar við missum tvo, þrjá leikmenn að þá koma nýir leikmenn inn og þeir standa sig mjög vel.“ Í fyrsta sinn frá því að uppgangur landsliðsins hófst hefur liðið átt í meiðsla vandræðum en þeir leikmenn sem komu inn sýndu að þó nokkur breidd er í íslenska liðinu. „Það er erfitt fyrir þjálfarann að breyta þegar gengur vel og við höfum verið með mjög góða blöndu síðustu ár. Það hafa kannski ekki verið tækifæri til að breyta því við höfum verið að spila vel, bæta okkur og vinna leiki. „Það hefur verið erfitt fyrir strákana á bekknum að bíða en þeir hafa verið mjög þolinmóðir og þegar þeir fá sénsinn í dag eru þeir meira en nógu góðir til að byrja þessa leiki,“ sagði Gylfi. Gylfi var að vonum ánægðu með sigurinn og ekki síst spilamennskuna en Ísland yfirspilaði Tyrkland á löngum köflum í leiknum. „Frábær sigur. Við vorum mikið betri en á móti Finnum, það er á hreinu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vinna alla bolta, bæði fyrstu boltana og seinni boltana. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en tvö eru nóg og að halda hreinu er frábært,“ sagði Gylfi sem vildi ekki gera lítið úr fyrri leikjum Íslands í keppninni þó þessi hafi verið sá besti til þessa. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik í Úkraínu og sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það var kannski smá einbeitingarleysi í þeim leik, að klára ekki þann leik. „Við gerðum það sem við þurftum á móti Finnum og vorum frábærir í kvöld. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira