Sala flugvélaeldsneytis á Íslandi tvöfaldaðist á sex árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2016 11:00 Íslendingar eru orðnir skynsamari varðandi eldsneytisnotkun en fyrir hrun segir Ágústa Loftsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Sala á eldsneyti á flugvélar hérlendis jókst um 90 prósent milli áranna 2009 og 2015, fór úr 116 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. „Þetta er gríðarlegt og þetta sér maður í farþegatölunum líka,“ segir Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Ágústa stýrir gerð spáa um eldsneytisnotkun á Íslandi. Samkvæmt síðustu spá sem gefin var út í júlí í sumar og gildir til ársins 2050 er gert ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti í sölu þotueldsneytis. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aukningu í sölu olíu og bensíns á bíla og magnið hefur ekki verið að aukast mjög mikið síðustu ár þrátt fyrir vaxandi umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Salan í fyrra var 259 þúsund tonn. Til samanburðar var salan 256 þúsund tonn á árinu 2010. „Ástæðan er líklega sú að bílaleigurnar eru alltaf með minnstu og sparneytnustu gerðirnar af bílum,“ segir Ágústa sem nefnir einnig sparnað sem felist í að margir fari um í rútum. „Svo erum við heimamennirnir, Íslendingarnir, svolítið búnir að leggja stóru jeppunum. Við erum kannski orðin skynsamari þegar kemur að okkar eldsneytisnotkun. Frá 2002 til 2007 var gríðarleg aukning, þá voru allir að kaupa sér bensínjeppa. Nú sjást þeir varla lengur,“ bendir Ágústa á. Þá segir Ágústa reyndar reiknað með að til lengri tíma dragi úr sölu olíu og bensíns á bíla. „Við höfum verið að gera ráð fyrir því að tækniþróunin haldi svolítið í við fólksfjölgunina,“ segir Ágústa Loftsdóttir. Fréttir af flugi Mest lesið Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira
Sala á eldsneyti á flugvélar hérlendis jókst um 90 prósent milli áranna 2009 og 2015, fór úr 116 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn. „Þetta er gríðarlegt og þetta sér maður í farþegatölunum líka,“ segir Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur hjá Orkustofnun. Ágústa stýrir gerð spáa um eldsneytisnotkun á Íslandi. Samkvæmt síðustu spá sem gefin var út í júlí í sumar og gildir til ársins 2050 er gert ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti í sölu þotueldsneytis. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aukningu í sölu olíu og bensíns á bíla og magnið hefur ekki verið að aukast mjög mikið síðustu ár þrátt fyrir vaxandi umferð bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Salan í fyrra var 259 þúsund tonn. Til samanburðar var salan 256 þúsund tonn á árinu 2010. „Ástæðan er líklega sú að bílaleigurnar eru alltaf með minnstu og sparneytnustu gerðirnar af bílum,“ segir Ágústa sem nefnir einnig sparnað sem felist í að margir fari um í rútum. „Svo erum við heimamennirnir, Íslendingarnir, svolítið búnir að leggja stóru jeppunum. Við erum kannski orðin skynsamari þegar kemur að okkar eldsneytisnotkun. Frá 2002 til 2007 var gríðarleg aukning, þá voru allir að kaupa sér bensínjeppa. Nú sjást þeir varla lengur,“ bendir Ágústa á. Þá segir Ágústa reyndar reiknað með að til lengri tíma dragi úr sölu olíu og bensíns á bíla. „Við höfum verið að gera ráð fyrir því að tækniþróunin haldi svolítið í við fólksfjölgunina,“ segir Ágústa Loftsdóttir.
Fréttir af flugi Mest lesið Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira