Þjóðarsátt um lífeyrismál Hafliði Helgason skrifar 20. september 2016 00:00 Samkomulag ríkisins og stéttarfélaga opinberra starfsmanna er mikilvægt skref í þá átt að auka gagnsæi og stöðugleika. Samanburður kjara á vinnumarkaði verður mun auðveldari en áður. Oft hefur verið rætt um hallann sem myndast hefur í lífeyrissjóðakerfinu gagnvart framtíðarskuldbindingum. Sú umræða á fyrst og fremst við um þann hluta lífeyriskerfisins sem snýr að hinu opinbera. Almenna kerfið stendur nokkuð vel, þrátt fyrir áföll fyrri ára. Söfnunarkerfi lífeyrissjóða hefur stundum verið gagnrýnt vegna umfangs þess í fjármálakerfinu. Slíkt er þó lúxusvandamál samanborið við þjóðir sem búa við gegnumstreymiskerfi og hækkandi meðalaldur. Þjóðir með slíkt kerfi munu leggja þungar byrðar á framtíðarskattgreiðendur að óbreyttu, hækka lífeyrisaldur verulega eða skerða lífskjör eldra fólks svo um munar. Það er full ástæða til að hrósa ríkisstjórn, fjármálaráðherra og stéttarfélögum fyrir þetta skref. Staða ríkissjóðs leyfir að fjármunum sé varið nú í að breyta kerfinu, án þess að það auki til muna þenslu í hagkerfinu. Þetta er rétti tíminn. Hækkandi greiðslur inn í kerfið munu að vísu auka fjárfestingarþörf lífeyrissjóða. Í ljósi þess að samhliða hefur verið slakað á gjaldeyrishöftum ættu áhrifin að vera minni en meðan sjóðirnir voru lokaðir inni. Samhliða er mikilvægt að fjárfestingarheimildir sjóðanna séu þannig að til lengri tíma verði skynsamlegri áhættudreifingu náð. Samningarnir nú ná utan um A-deild lífeyrissjóða, en ekki B-deildina. Um nokkurt árabil hefur ekki verið hægt að hefja greiðslur í B-deild opinberra lífeyrissjóða sem veitir rétt til hlutfallslegra eftirlauna miðað við laun starfsmanna í sama starfi. Skuldbinding ríkisins gagnvart þeim hópi sem er í því kerfi er ógreidd og mikilvægt að núverandi hagsveifla verði nýtt til að klára þá skuld við sjóðina. Eins og gengur eru ekki allir sáttir við þessa ráðstöfun. Fyrir samfélagið er hún ótvírætt skynsamleg og ætti að stuðla að auknu jafnvægi. Eitt af því sem þarf að taka á í lífeyrismálum er að sum störf eru það erfið að fólk komið á efri ár getur ekki stundað þau með góðu móti. Í því ljósi er andstaða stétta eins og lögreglumanna skiljanleg. Slík tilvik kalla á aðrar lausnir sem ætti að vera hægt að finna innan sameiginlegs kerfis. Það væri skynsamlegt að þær stéttir fyndu farveg til að leysa slík mál í kjarasamningum þar sem tillit væri tekið til langvarandi slits í starfi. Það er miklu heppilegri leið en að fara gegn því sanngirnismáli að allir landsmenn lifi í sama ramma þegar kemur að söfnun lífeyris til efri ára. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Samkomulag ríkisins og stéttarfélaga opinberra starfsmanna er mikilvægt skref í þá átt að auka gagnsæi og stöðugleika. Samanburður kjara á vinnumarkaði verður mun auðveldari en áður. Oft hefur verið rætt um hallann sem myndast hefur í lífeyrissjóðakerfinu gagnvart framtíðarskuldbindingum. Sú umræða á fyrst og fremst við um þann hluta lífeyriskerfisins sem snýr að hinu opinbera. Almenna kerfið stendur nokkuð vel, þrátt fyrir áföll fyrri ára. Söfnunarkerfi lífeyrissjóða hefur stundum verið gagnrýnt vegna umfangs þess í fjármálakerfinu. Slíkt er þó lúxusvandamál samanborið við þjóðir sem búa við gegnumstreymiskerfi og hækkandi meðalaldur. Þjóðir með slíkt kerfi munu leggja þungar byrðar á framtíðarskattgreiðendur að óbreyttu, hækka lífeyrisaldur verulega eða skerða lífskjör eldra fólks svo um munar. Það er full ástæða til að hrósa ríkisstjórn, fjármálaráðherra og stéttarfélögum fyrir þetta skref. Staða ríkissjóðs leyfir að fjármunum sé varið nú í að breyta kerfinu, án þess að það auki til muna þenslu í hagkerfinu. Þetta er rétti tíminn. Hækkandi greiðslur inn í kerfið munu að vísu auka fjárfestingarþörf lífeyrissjóða. Í ljósi þess að samhliða hefur verið slakað á gjaldeyrishöftum ættu áhrifin að vera minni en meðan sjóðirnir voru lokaðir inni. Samhliða er mikilvægt að fjárfestingarheimildir sjóðanna séu þannig að til lengri tíma verði skynsamlegri áhættudreifingu náð. Samningarnir nú ná utan um A-deild lífeyrissjóða, en ekki B-deildina. Um nokkurt árabil hefur ekki verið hægt að hefja greiðslur í B-deild opinberra lífeyrissjóða sem veitir rétt til hlutfallslegra eftirlauna miðað við laun starfsmanna í sama starfi. Skuldbinding ríkisins gagnvart þeim hópi sem er í því kerfi er ógreidd og mikilvægt að núverandi hagsveifla verði nýtt til að klára þá skuld við sjóðina. Eins og gengur eru ekki allir sáttir við þessa ráðstöfun. Fyrir samfélagið er hún ótvírætt skynsamleg og ætti að stuðla að auknu jafnvægi. Eitt af því sem þarf að taka á í lífeyrismálum er að sum störf eru það erfið að fólk komið á efri ár getur ekki stundað þau með góðu móti. Í því ljósi er andstaða stétta eins og lögreglumanna skiljanleg. Slík tilvik kalla á aðrar lausnir sem ætti að vera hægt að finna innan sameiginlegs kerfis. Það væri skynsamlegt að þær stéttir fyndu farveg til að leysa slík mál í kjarasamningum þar sem tillit væri tekið til langvarandi slits í starfi. Það er miklu heppilegri leið en að fara gegn því sanngirnismáli að allir landsmenn lifi í sama ramma þegar kemur að söfnun lífeyris til efri ára. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.