Guðmndur Magnússon, leikari og fyrrum formaður Öryrkjabandalagsins, mun leiða lista Alþýðufylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Guðmundur er fæddur árið 1947 og útskrifaðist sem leikari árið 1968. Hann varð fyrir slysi árið 1976 og hefur verið lamaður síðan. Í tilkynningu frá Alþýðufylkingunni segir að Guðmundur hafi starfað með Sjálfsbjörg og SEM samtökunum ásamt þess að hafa verið formaður Öryrkjabandalagsins í fjögur ár.
Guðmundur Magnússon leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
