Erlent

Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. Nú þegar eru sex rússnesk herskip á svæðinu auk fylgiskipa. Spennan hefur magnast hratt í Sýrlandi á síðustu dögum og er ástandið til umræðu hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Sergey Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir þetta gert til að styrkja þau skip sem þegar eru til staðar í Miðjarðarhafinu. Rússneski flotinn hefur verið með fasta viðveru við strendur Sýrlands frá 2013.

Samkvæmt TASS verður Kuznetsov notaður til loftárása í Sýrlandi og stendur til að hafa skipið á svæðinu í minnst þrjá mánuði.

Vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna virðist vera úti, þrátt fyrir að hvorki John Kerry né Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar, vilji viðurkenna það þar sem átök hafa víða blossað upp aftur. Þeir eru nú á fundi Öryggisráðsins.

Þá gerði bandalag Bandaríkjanna loftárás á fjölda hermanna stjórnarhers Sýrlands um helgina. Talið er að minnst 60 hermenn hafi fallið. Rússar er svo sakaðir um að hafa gert loftárás á bílalest Rauða hálfmánans nærri Aleppo.

Uppýsingar um Admiral Kutznetsov.Vísir/GraphicNews

Tengdar fréttir

Sýrlenska vopnahléið í uppnámi

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns.

Bandaríkjamenn kenna Rússum um árásina á bílalestina

Bandaríkjamenn segja að Rússar séu ábyrgir fyrir árásinni á bílalest sem var að flytja hjálpargögn til Aleppo í Sýrlandi í vikunni. Tólf fórust í árásinni og hefur Breska ríkisútvarpið eftir bandarískum heimildamönnum að árásin hafi verið gerð af tveimur rússneskum herþotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×