Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 18:02 Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. Fundurinn hófst um klukkan 13:20 en um hálfþrjúleytið fór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar af fundinum án þess að ræða við fjölmiðla. Fundinum lauk svo ekki fyrr en um tveimur tímum síðar, eða um klukkan 16:30, en miklar deilur hafa verið innan flokksins þar sem skiptar skoðanir eru um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn. Þá hafa nokkur félög innan Framsóknarflokksins skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns en Vísir greindi frá því fyrr í dag að þingflokkurinn hafi lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð.„Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 og aðrir fjölmiðlamenn sem beðið höfðu fregna af fundinum í um þrjá klukkutíma voru í miðju viðtali við Willum Þór Þórsson þingmann Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð birtist í mynd og var á leiðinni út úr þinghúsinu ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni sínum. Fréttamennirnir eltu þá félaga út og náðu að spyrja Sigmund nokkurra spurninga fyrir utan þinghúsið. Þegar Sigmundur Davíð hafði svarað einni spurningu labbaði hann af stað en var áfram eltur af fréttamönnunum og náði Heimir Már meðal annars að spyrja hann hvort hann byggist við því að Sigurður Ingi myndi tilkynna um formanns. „Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ spurði Sigmundur þá léttur í bragði.Voru að leita að bílstjóranum Gísli Einarsson fréttamaður spurði þá á móti hvort að Framsóknarflokkurinn væri ekki alltaf spennandi og sagði Sigmundur hlæjandi að það væri reyndar rétt. Hann hélt síðan áfram labbi sínu en svaraði aðspurður að hann teldi stöðu sína innan þingflokksins góða. Þá kvaðst Sigmundur bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningarnar. Hann sagði þó fundinn ekki hafa verið til þess að kveða upp úr um stöðu sína innan flokksins; til þess væri flokksþing. Heimir Már spurði hann síðan hvort að óánægja hefði verið innan þingflokksins með svör hans í kappræðum RÚV í gærkvöldi. „Við erum að leita að Þorsteini,“ sagði Sigmundur þá en það er maðurinn sem átti að sækja hann og Jóhannes Þór að loknum fundi. „Jæja, strákar þetta er orðið ágætt núna,“ sagði Jóhannes Þór síðan en myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. Fundurinn hófst um klukkan 13:20 en um hálfþrjúleytið fór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar af fundinum án þess að ræða við fjölmiðla. Fundinum lauk svo ekki fyrr en um tveimur tímum síðar, eða um klukkan 16:30, en miklar deilur hafa verið innan flokksins þar sem skiptar skoðanir eru um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn. Þá hafa nokkur félög innan Framsóknarflokksins skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns en Vísir greindi frá því fyrr í dag að þingflokkurinn hafi lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð.„Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 og aðrir fjölmiðlamenn sem beðið höfðu fregna af fundinum í um þrjá klukkutíma voru í miðju viðtali við Willum Þór Þórsson þingmann Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð birtist í mynd og var á leiðinni út úr þinghúsinu ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni sínum. Fréttamennirnir eltu þá félaga út og náðu að spyrja Sigmund nokkurra spurninga fyrir utan þinghúsið. Þegar Sigmundur Davíð hafði svarað einni spurningu labbaði hann af stað en var áfram eltur af fréttamönnunum og náði Heimir Már meðal annars að spyrja hann hvort hann byggist við því að Sigurður Ingi myndi tilkynna um formanns. „Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ spurði Sigmundur þá léttur í bragði.Voru að leita að bílstjóranum Gísli Einarsson fréttamaður spurði þá á móti hvort að Framsóknarflokkurinn væri ekki alltaf spennandi og sagði Sigmundur hlæjandi að það væri reyndar rétt. Hann hélt síðan áfram labbi sínu en svaraði aðspurður að hann teldi stöðu sína innan þingflokksins góða. Þá kvaðst Sigmundur bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningarnar. Hann sagði þó fundinn ekki hafa verið til þess að kveða upp úr um stöðu sína innan flokksins; til þess væri flokksþing. Heimir Már spurði hann síðan hvort að óánægja hefði verið innan þingflokksins með svör hans í kappræðum RÚV í gærkvöldi. „Við erum að leita að Þorsteini,“ sagði Sigmundur þá en það er maðurinn sem átti að sækja hann og Jóhannes Þór að loknum fundi. „Jæja, strákar þetta er orðið ágætt núna,“ sagði Jóhannes Þór síðan en myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26