Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 18:02 Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. Fundurinn hófst um klukkan 13:20 en um hálfþrjúleytið fór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar af fundinum án þess að ræða við fjölmiðla. Fundinum lauk svo ekki fyrr en um tveimur tímum síðar, eða um klukkan 16:30, en miklar deilur hafa verið innan flokksins þar sem skiptar skoðanir eru um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn. Þá hafa nokkur félög innan Framsóknarflokksins skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns en Vísir greindi frá því fyrr í dag að þingflokkurinn hafi lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð.„Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 og aðrir fjölmiðlamenn sem beðið höfðu fregna af fundinum í um þrjá klukkutíma voru í miðju viðtali við Willum Þór Þórsson þingmann Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð birtist í mynd og var á leiðinni út úr þinghúsinu ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni sínum. Fréttamennirnir eltu þá félaga út og náðu að spyrja Sigmund nokkurra spurninga fyrir utan þinghúsið. Þegar Sigmundur Davíð hafði svarað einni spurningu labbaði hann af stað en var áfram eltur af fréttamönnunum og náði Heimir Már meðal annars að spyrja hann hvort hann byggist við því að Sigurður Ingi myndi tilkynna um formanns. „Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ spurði Sigmundur þá léttur í bragði.Voru að leita að bílstjóranum Gísli Einarsson fréttamaður spurði þá á móti hvort að Framsóknarflokkurinn væri ekki alltaf spennandi og sagði Sigmundur hlæjandi að það væri reyndar rétt. Hann hélt síðan áfram labbi sínu en svaraði aðspurður að hann teldi stöðu sína innan þingflokksins góða. Þá kvaðst Sigmundur bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningarnar. Hann sagði þó fundinn ekki hafa verið til þess að kveða upp úr um stöðu sína innan flokksins; til þess væri flokksþing. Heimir Már spurði hann síðan hvort að óánægja hefði verið innan þingflokksins með svör hans í kappræðum RÚV í gærkvöldi. „Við erum að leita að Þorsteini,“ sagði Sigmundur þá en það er maðurinn sem átti að sækja hann og Jóhannes Þór að loknum fundi. „Jæja, strákar þetta er orðið ágætt núna,“ sagði Jóhannes Þór síðan en myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. Fundurinn hófst um klukkan 13:20 en um hálfþrjúleytið fór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar af fundinum án þess að ræða við fjölmiðla. Fundinum lauk svo ekki fyrr en um tveimur tímum síðar, eða um klukkan 16:30, en miklar deilur hafa verið innan flokksins þar sem skiptar skoðanir eru um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn. Þá hafa nokkur félög innan Framsóknarflokksins skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns en Vísir greindi frá því fyrr í dag að þingflokkurinn hafi lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð.„Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 og aðrir fjölmiðlamenn sem beðið höfðu fregna af fundinum í um þrjá klukkutíma voru í miðju viðtali við Willum Þór Þórsson þingmann Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð birtist í mynd og var á leiðinni út úr þinghúsinu ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni sínum. Fréttamennirnir eltu þá félaga út og náðu að spyrja Sigmund nokkurra spurninga fyrir utan þinghúsið. Þegar Sigmundur Davíð hafði svarað einni spurningu labbaði hann af stað en var áfram eltur af fréttamönnunum og náði Heimir Már meðal annars að spyrja hann hvort hann byggist við því að Sigurður Ingi myndi tilkynna um formanns. „Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ spurði Sigmundur þá léttur í bragði.Voru að leita að bílstjóranum Gísli Einarsson fréttamaður spurði þá á móti hvort að Framsóknarflokkurinn væri ekki alltaf spennandi og sagði Sigmundur hlæjandi að það væri reyndar rétt. Hann hélt síðan áfram labbi sínu en svaraði aðspurður að hann teldi stöðu sína innan þingflokksins góða. Þá kvaðst Sigmundur bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningarnar. Hann sagði þó fundinn ekki hafa verið til þess að kveða upp úr um stöðu sína innan flokksins; til þess væri flokksþing. Heimir Már spurði hann síðan hvort að óánægja hefði verið innan þingflokksins með svör hans í kappræðum RÚV í gærkvöldi. „Við erum að leita að Þorsteini,“ sagði Sigmundur þá en það er maðurinn sem átti að sækja hann og Jóhannes Þór að loknum fundi. „Jæja, strákar þetta er orðið ágætt núna,“ sagði Jóhannes Þór síðan en myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels