Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 23. september 2016 19:56 Sigurður Ingi er forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins en sækist nú eftir formannsembættinu. vísir/stefán Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði hans fyrr í kvöld. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður Ingi að skorað hafi verið nokkuð kröftuglega á hann og að þrýstingurinn um að hann gæfi kost á sér til formanns hafi farið vaxandi. Aðspurður hvort hann telji Framsóknarflokkinn ganga laskaðan til kosninga í óbreyttu ástandi segir hann: „Ég held að það sé óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag og ég held að það sé best að fá skýra lausn og niðurstöðu í málið á flokksþingi hvernig sem hún verður og þá hefur sá sem kosinn er formaður óskorað umboð flokksmanna til þess að ganga til kosninga. Ég held að það sé besta leiðin.“ Í dag fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálfþrjú og talaði ekki við fjölmiðla. Eftir fundinn ræddu hins vegar þeir Willum Þór Þórsson þingmaður flokksins og Sigmundur Davíð við fréttamenn. Willum Þór sagði að þingflokkurinn lýsti fullum stuðningi við Sigmund Davíð en sagði svo að hann sjálfur gæti hugsað sér að styðja Sigurð Inga og að mikilvægt væri að fram færi formannskosning á flokksþinginu sem haldið verður þann 1. og 2. október næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann teldi stöðu sína í flokknum góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu,“ sagði Sigmundur Davíð.Nánar verður rætt við Sigurð Inga í Fréttablaðinu á morgun. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði hans fyrr í kvöld. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður Ingi að skorað hafi verið nokkuð kröftuglega á hann og að þrýstingurinn um að hann gæfi kost á sér til formanns hafi farið vaxandi. Aðspurður hvort hann telji Framsóknarflokkinn ganga laskaðan til kosninga í óbreyttu ástandi segir hann: „Ég held að það sé óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag og ég held að það sé best að fá skýra lausn og niðurstöðu í málið á flokksþingi hvernig sem hún verður og þá hefur sá sem kosinn er formaður óskorað umboð flokksmanna til þess að ganga til kosninga. Ég held að það sé besta leiðin.“ Í dag fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálfþrjú og talaði ekki við fjölmiðla. Eftir fundinn ræddu hins vegar þeir Willum Þór Þórsson þingmaður flokksins og Sigmundur Davíð við fréttamenn. Willum Þór sagði að þingflokkurinn lýsti fullum stuðningi við Sigmund Davíð en sagði svo að hann sjálfur gæti hugsað sér að styðja Sigurð Inga og að mikilvægt væri að fram færi formannskosning á flokksþinginu sem haldið verður þann 1. og 2. október næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann teldi stöðu sína í flokknum góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu,“ sagði Sigmundur Davíð.Nánar verður rætt við Sigurð Inga í Fréttablaðinu á morgun.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42