Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. september 2016 11:05 Sigurður Ingi Jóhannson, sem sækist eftir formannsembættinu hjá Framsókn, á fundinum í morgun ásamt Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingkonu flokksins. Vísir/Jóhann K Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra er mættur á kjördæmisþing Framsóknar í Suðurkjördæmi, sem fram fer á Hótel Selfossi í dag. Þingið hófst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. Sigurður Ingi tilkynnti í gær að hann hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Sigurður Ingi að síðustu vikur hefðu gert það að verkum að hann hefði íhugað formennsku að alvöru. „Ég tel það óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmslofti sem hann er í í dag. Það er best að fá skýra lausn í málið á flokksþingi hver sem hún verður. Sá sem kosinn er formaður hefur þá óskorað umboð flokksmanna til að ganga til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi. Í gær fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálf þrjú og ræddi ekki við fjölmiðla. Þá tilkynnti hann þingflokknum ekki um framboð sitt á þeim fundi og lýsti þingflokkurinn yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð að fundi loknum. Fimm hafa boðið sig fram í þrjú efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Þau eru Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í 1. sæti. Silja Dögg Gunnnarsdóttir alþingismaður í 2.sætið. Í þriðja sætið bjóða sig fram þau Ásgerður Kristín Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur, Einar Freyr Elínarson ferðaþjónustu- og sauðfjárbóndi og Fjóla Hrund Björnsdóttir stjórnmálafræðingur. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt á fundinum í dag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt til formanns á þingflokksfundinum sem haldinn var í dag. 23. september 2016 20:56 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra er mættur á kjördæmisþing Framsóknar í Suðurkjördæmi, sem fram fer á Hótel Selfossi í dag. Þingið hófst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. Sigurður Ingi tilkynnti í gær að hann hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Sigurður Ingi að síðustu vikur hefðu gert það að verkum að hann hefði íhugað formennsku að alvöru. „Ég tel það óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmslofti sem hann er í í dag. Það er best að fá skýra lausn í málið á flokksþingi hver sem hún verður. Sá sem kosinn er formaður hefur þá óskorað umboð flokksmanna til að ganga til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi. Í gær fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálf þrjú og ræddi ekki við fjölmiðla. Þá tilkynnti hann þingflokknum ekki um framboð sitt á þeim fundi og lýsti þingflokkurinn yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð að fundi loknum. Fimm hafa boðið sig fram í þrjú efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Þau eru Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í 1. sæti. Silja Dögg Gunnnarsdóttir alþingismaður í 2.sætið. Í þriðja sætið bjóða sig fram þau Ásgerður Kristín Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur, Einar Freyr Elínarson ferðaþjónustu- og sauðfjárbóndi og Fjóla Hrund Björnsdóttir stjórnmálafræðingur.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt á fundinum í dag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt til formanns á þingflokksfundinum sem haldinn var í dag. 23. september 2016 20:56 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Sigurður Ingi tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt á fundinum í dag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt til formanns á þingflokksfundinum sem haldinn var í dag. 23. september 2016 20:56
Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08