Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson eiga eftir að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Ástþór og Sturla sögðu framboð sín hafa kostað undir 400 þúsund krónum í samtali við fréttastofu á dögunum. Þeir áttu þó að skila staðfestingu þess efnis til ríkisendurskoðunar í gær.
Framboð Hildar Þórðardóttur kostaði undir 400 þúsund krónum og var hún fyrst til að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar.

Halla lagði rúmar tvær milljónir króna úr eigin sjóðum í framboð sitt. Lögaðilar styrktu hana um tæpar fjórar milljónir og einstaklingar um rúmar þrjár.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, varði 25 milljónum króna í framboð sitt. Ein milljón kom úr eigin sjóði.
Að neðan má sjá samanburð á þeim forsetaframbjóðendum sem hafa skilað uppgjöri til ríkisendurskoðunar.