Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2016 20:20 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skoðar nú alvarlega hvort hún muni bjóða sig fram í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fer um helgina. Hún er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan flokksins. Segist hún ekki hafa orðið vör við það baktjaldamakk sem Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson hafa lýst í fjölmiðlum síðustu daga. Engum dylst þó sú ólga sem er innan við flokksins og hafa verið væringar um það innan flokksins um það hvort að mögulegt formannsframboð Lilju myndi slá á þá ólgu.Þú virðist hafa stuðning úr báðum fylkingum, bæði Sigurðar Inga Jóhannsonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Myndi það leysa ákveðna spennu innan flokksins að þú einfaldlega tækir að þér formannsembættið? „Ég veit ekki hvort að það geri það. Ég er auðvitað þakklát fyrir þann stuðning sem ég virðist hafa innan flokksins en nú er ég að kanna minn stuðning er varðar varaformannshlutverkið. Ég læt það duga í bili,“ segir Lilja. Aðspurð að því hvort að hún myndi neita því að gefa kost á sér í formannsembættið kom hik á Lilju. Svaraði hún því neitandi áður en hún ítrekaði að hún væri að skoða framboð til varaformanns en hún gerir ráð fyrir því að kynna ákvörðun sína síðar í vikunni. „Ég er að tala við mína stuðningsmenn og athuga hvernig þetta lítur allt út. Útlitið er þokkalega gott ef ég á að segja alveg eins og er en ég er enn að fara yfir kosti og galla þess að taka þettta skref,“ segir Lilja um framboð til varaformannsins. Viðtalið við Lilju í 1910 má sjá hér að ofan en styttri útgáfu þess má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skoðar nú alvarlega hvort hún muni bjóða sig fram í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fer um helgina. Hún er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan flokksins. Segist hún ekki hafa orðið vör við það baktjaldamakk sem Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson hafa lýst í fjölmiðlum síðustu daga. Engum dylst þó sú ólga sem er innan við flokksins og hafa verið væringar um það innan flokksins um það hvort að mögulegt formannsframboð Lilju myndi slá á þá ólgu.Þú virðist hafa stuðning úr báðum fylkingum, bæði Sigurðar Inga Jóhannsonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Myndi það leysa ákveðna spennu innan flokksins að þú einfaldlega tækir að þér formannsembættið? „Ég veit ekki hvort að það geri það. Ég er auðvitað þakklát fyrir þann stuðning sem ég virðist hafa innan flokksins en nú er ég að kanna minn stuðning er varðar varaformannshlutverkið. Ég læt það duga í bili,“ segir Lilja. Aðspurð að því hvort að hún myndi neita því að gefa kost á sér í formannsembættið kom hik á Lilju. Svaraði hún því neitandi áður en hún ítrekaði að hún væri að skoða framboð til varaformanns en hún gerir ráð fyrir því að kynna ákvörðun sína síðar í vikunni. „Ég er að tala við mína stuðningsmenn og athuga hvernig þetta lítur allt út. Útlitið er þokkalega gott ef ég á að segja alveg eins og er en ég er enn að fara yfir kosti og galla þess að taka þettta skref,“ segir Lilja um framboð til varaformannsins. Viðtalið við Lilju í 1910 má sjá hér að ofan en styttri útgáfu þess má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00