183 þúsund krónur Guðjón S. Brjánsson skrifar 28. september 2016 07:00 Undanfarnar tvær vikur hef ég farið um og hitt margt fólk á öllum aldri, dugmikið fólk, ýmist í starfi, á eftirlaunum eða einstaklinga með skerta starfsorku. Ég er stjórnandi á allstórri heilbrigðisstofnun og fylgist með lífi og viðgangi minna starfsmanna eftir föngum og ekki síst launakjörum. Mér hefur lengi verið ljóst að kjör almenns starfsfólks samkvæmt samningum eru ósanngjörn. Svigrúm sem stofnunum er búið til að bæta hér úr er nákvæmlega ekkert. Margar þeirra eru starfræktar með verulegu rekstrartapi um þessar mundir og eiga fullt í fangi með að tryggja nauðsynleg aðföng. Ég hef í nokkrum tilvikum hitt einstaklinga sem reiða sig á almannatryggingar sér til framfærslu, bæði eldri og yngri. Það hefur verið sérstök raun að hlýða á ungt fólk greina frá kjörum sínum, að hafa til ráðstöfunar ríflega 180 þúsund krónur á mánuði, búa við leigukjör sem nema e.t.v. um 100 þúsund krónum, jafnvel með börn á heimili, lyfjakostnað, matarinnkaup og aðra lágmarksframfærslu. Ég get ekki annað en fyllst aðdáun en um leið orðið sorgmæddur yfir þeim úrræðum sem þessir einstaklingar þurfa að nota til að ná endum saman. Í mörgum tilvikum verður þrautalendingin aðstoð frá hjálparstofnunum sem hlaupa undir bagga. Með fullri virðingu fyrir góðu starfi mannúðarsamtaka, þá er það svartur blettur í velferðarsamfélagi, að hundruðum einstaklinga sé búið þetta hlutskipti. Það stríðir gegn stjórnmálastefnu jafnaðarmanna, og meðal þessa fólks taka jafnaðarmenn sér stöðu: Með þeim sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Með þeim sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði og eiga í miklum erfiðleikum með að sjá sér farborða. Með þeim sem lokið hafa starfsdegi og búa við óréttlátar skerðingar og tekjutengingar á eftirlaunum. Með þeim sem búa við takmarkaða starfsorku og njóta ekki sanngirni til sómasamlegs lífs. Sýn jafnaðarmanna þarf að verða ofan á svo að raunverulegar úrbætur fáist.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðvestur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hef ég farið um og hitt margt fólk á öllum aldri, dugmikið fólk, ýmist í starfi, á eftirlaunum eða einstaklinga með skerta starfsorku. Ég er stjórnandi á allstórri heilbrigðisstofnun og fylgist með lífi og viðgangi minna starfsmanna eftir föngum og ekki síst launakjörum. Mér hefur lengi verið ljóst að kjör almenns starfsfólks samkvæmt samningum eru ósanngjörn. Svigrúm sem stofnunum er búið til að bæta hér úr er nákvæmlega ekkert. Margar þeirra eru starfræktar með verulegu rekstrartapi um þessar mundir og eiga fullt í fangi með að tryggja nauðsynleg aðföng. Ég hef í nokkrum tilvikum hitt einstaklinga sem reiða sig á almannatryggingar sér til framfærslu, bæði eldri og yngri. Það hefur verið sérstök raun að hlýða á ungt fólk greina frá kjörum sínum, að hafa til ráðstöfunar ríflega 180 þúsund krónur á mánuði, búa við leigukjör sem nema e.t.v. um 100 þúsund krónum, jafnvel með börn á heimili, lyfjakostnað, matarinnkaup og aðra lágmarksframfærslu. Ég get ekki annað en fyllst aðdáun en um leið orðið sorgmæddur yfir þeim úrræðum sem þessir einstaklingar þurfa að nota til að ná endum saman. Í mörgum tilvikum verður þrautalendingin aðstoð frá hjálparstofnunum sem hlaupa undir bagga. Með fullri virðingu fyrir góðu starfi mannúðarsamtaka, þá er það svartur blettur í velferðarsamfélagi, að hundruðum einstaklinga sé búið þetta hlutskipti. Það stríðir gegn stjórnmálastefnu jafnaðarmanna, og meðal þessa fólks taka jafnaðarmenn sér stöðu: Með þeim sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Með þeim sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði og eiga í miklum erfiðleikum með að sjá sér farborða. Með þeim sem lokið hafa starfsdegi og búa við óréttlátar skerðingar og tekjutengingar á eftirlaunum. Með þeim sem búa við takmarkaða starfsorku og njóta ekki sanngirni til sómasamlegs lífs. Sýn jafnaðarmanna þarf að verða ofan á svo að raunverulegar úrbætur fáist.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar