Hver tekur við enska landsliðinu? | Líklegustu kostirnir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2016 13:30 vísir/getty Aðeins 68 dögum eftir að hafa ráðið Sam Allardyce sem landsliðsþjálfara er enska knattspyrnusambandið aftur í þjálfaraleit. Stóri Sam tók við enska landsliðinu af Roy Hodgson eftir að England féll óvænt úr leik fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í sumar. Allardyce náði þó aðeins að stýra enska liðinu í einum leik, 0-1 útisigri á Slóvakíu. Uppljóstranir The Telegraph í fyrradag gerðu honum nær ómögulegt að vera áfram í starfi og svo fór að Allardyce hætti í gær, eftir aðeins 67 daga í draumastarfinu. En hver verður næsti þjálfari enska landsliðsins? Gareth Southgate tók við liðinu til bráðabirgða og mun stýra því út þetta ár, í alls fjórum leikjum. Hvað gerist eftir það er hins vegar ekki vitað. Vísir fór yfir þá einstaklinga sem eru líklegastir til að taka við enska landsliðinu samkvæmt veðbönkum.Southgate er innanbúðarmaður hjá enska knattspyrnusambandinu.vísir/gettyGareth Southgate 46 ára Englendingur Þjálfari enska U-21 árs landsliðsins Efstur á blaði veðbanka. Southgate hafði ekki áhuga á landsliðsþjálfarastarfinu í sumar en ákvað að taka starfið að sér tímabundið eftir að Allardyce hætti. Southgate hefur þjálfað enska U-21 árs landsliðið síðan 2013 og er innanbúðarmaður hjá enska knattspyrnusambandinu. Hann þekkir starfið út og inn og hefur unnið með mörgum af yngri leikmönnum A-landsliðsins. Undir stjórn Southgates mistókst enska U-21 árs liðinu að komast upp úr riðlakeppninni á EM 2013 og 2015. Árangur Southgate með Middlesbrough var heldur ekki merkilegur, liðið féll vorið 2009 og þá um haustið fékk hann svo sparkið.Bruce átti farsælan feril en náði þrátt fyrir það aldrei að spila A-landsleik fyrir England.vísir/gettySteve Bruce 55 ára Englendingur Án starfs Kom til greina sem arftaki Hodgsons og ræddi við enska knattspyrnusambandið um möguleikann á að taka við landsliðinu. Bruce býr yfir mikilli reynslu og hefur þjálfað nær samfleytt frá árinu 1998. Hefur aldrei þjálfað stórlið og sigurhlutfall hans í ensku úrvalsdeildinni er aðeins 28,1%. Kom Birmingham og Hull City upp í úrvalsdeildina og fór með síðarnefnda liðið í bikarúrslit fyrir tveimur árum. Bruce er án starfs eftir að hafa hætt hjá Hull í sumar. Hann hefur einnig verið orðaður við stjórastarfið hjá Stoke.Pardew er ekki allra.vísir/gettyAlan Pardew 55 ára Englendingur Stjóri Crystal Palace Sagði í sumar að hann væri ekki tilbúinn til að taka við enska landsliðinu. Spurningin er hvort eitthvað hafi breyst á þeim tíma. Pardew hefur þjálfað í 17 ár með sæmilegum árangri. Hann fór með West Ham United og Crystal Palace í bikarúrslit og kom Newcastle United í Evrópukeppni. Pardew er hins vegar óheflaður og umdeildur maður sem er kannski það síðasta sem enska landsliðið þarf í dag. Fékk þriggja leikja bann fyrir að skalla David Meyler, leikmann Hull, í mars 2014.Howe hefur náð eftirtektarverðum árangri með Bournemouth.vísir/gettyEddie Howe 38 ára Englendingur Stjóri Bournemouth Efnilegasti enski stjórinn í bransanum og hefur náð frábærum árangri með Bournemouth. Kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrra og hélt því nokkuð þægilega uppi á síðasta tímabili. Howe er þekktur fyrir að láta lið sín spila skemmtilegan fótbolta og predikar sóknarleik. Hann er hins vegar aðeins 38 ára gamall og reynslulítill. Óvíst er hvort hann myndi vilja taka svona stórt starf að sér á þessum tímapunkti á ferlinum.Hoddle stýrði Englandi á HM 1998.vísir/gettyGlenn Hoddle 58 ára Englendingur Án starfs Var frábær leikmaður á sínum tíma og stýrði enska landsliðinu með góðum árangri á árunum 1996-99. Þurfti að segja af sér vegna ummæla sinna um að fatlaðir væru að gjalda fyrir syndir sínar í fyrra lífi. Þjálfaraferill Hoddles byrjaði vel lofaði mjög góðu en það rættist ekki úr honum. Hoddle hefur ekki stýrt liði í áratug en á þó sína stuðningsmenn sem vilja sjá hann taka aftur við enska landsliðinu.Klinsmann kom Bandaríkjunum í undanúrslit í Suður-Ameríkukeppninni í sumar.vísir/gettyJürgen Klinsmann 52 ára Þjóðverji Þjálfari bandaríska landsliðsins Leiddi þýska knattspyrnusambandið inn í nútímann og undir hans stjórn lenti Þýskaland í 3. sæti á HM á heimavelli fyrir 10 árum. Stoppaði stutt við hjá Bayern München og hefur átt misjöfnu gengi að fagna með bandaríska landsliðið síðan hann tók við því 2011. Klinsmann nýtur virðingar á Englandi eftir tíma hans sem leikmaður með Tottenham Hotspur. Hann býr enn í Bandaríkjunum og ku hafa lítinn áhuga á að flytjast til Evrópu sem vinnur væntanlega gegn honum. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stóri Sam er ekki hættur og segist hafa verið að gera vini sínum greiða Sam Allardyce, fráfarandi þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, ætlar að snúa aftur í þjálfun. 28. september 2016 08:44 Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var gripinn á falda myndavél ræða ansi vafasama hluti. 26. september 2016 23:07 María mismælti sig við framburð á Sam Allardyce og Southgate: „Ég á mér engar málsbætur“ Nafnið Sam Allardyce hefur mikið verið í fjölmiðlum um allan heim síðasta sólahringinn. 28. september 2016 11:30 Starf Allardyce hangir á bláþræði Forystumenn enska knattspyrnusambandsins að ræða nú um hvort það eigi að segja Sam Allardyce upp störfum. 27. september 2016 13:45 Allardyce hneykslið: Fundað um framtíð Stóra Sam Enski landsliðsþjálfarinn er í vondum málum eftir að nást á falda myndavél vera tilbúinn að beygja reglurnar fyrir myndarlega upphæð. 27. september 2016 07:45 Shearer: Enska landsliðið er aðhlátursefni Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, segir að enska landsliðið sé aðhlátursefni í fótboltaheiminum eftir að Sam Allardyce hætti sem landsliðsþjálfari eftir aðeins 67 daga í starfi. 28. september 2016 07:15 Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Eins og fram kom á Vísi fyrir skemmstu er Sam Allardyce hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu. 27. september 2016 19:30 Stóra Sam hrósað fyrir hraustlega hvítvínsdrykkju Þó svo græðgin hafi orðið Sam Allardyce að falli þá hrósa netverjar honum í hástert fyrir einstaka hvítvínsdrykkju. 28. september 2016 13:00 Allardyce hættur eftir 67 daga í starfi Sam Allardyce er hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta eftir aðeins 67 daga í starfi. 27. september 2016 18:55 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Aðeins 68 dögum eftir að hafa ráðið Sam Allardyce sem landsliðsþjálfara er enska knattspyrnusambandið aftur í þjálfaraleit. Stóri Sam tók við enska landsliðinu af Roy Hodgson eftir að England féll óvænt úr leik fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í sumar. Allardyce náði þó aðeins að stýra enska liðinu í einum leik, 0-1 útisigri á Slóvakíu. Uppljóstranir The Telegraph í fyrradag gerðu honum nær ómögulegt að vera áfram í starfi og svo fór að Allardyce hætti í gær, eftir aðeins 67 daga í draumastarfinu. En hver verður næsti þjálfari enska landsliðsins? Gareth Southgate tók við liðinu til bráðabirgða og mun stýra því út þetta ár, í alls fjórum leikjum. Hvað gerist eftir það er hins vegar ekki vitað. Vísir fór yfir þá einstaklinga sem eru líklegastir til að taka við enska landsliðinu samkvæmt veðbönkum.Southgate er innanbúðarmaður hjá enska knattspyrnusambandinu.vísir/gettyGareth Southgate 46 ára Englendingur Þjálfari enska U-21 árs landsliðsins Efstur á blaði veðbanka. Southgate hafði ekki áhuga á landsliðsþjálfarastarfinu í sumar en ákvað að taka starfið að sér tímabundið eftir að Allardyce hætti. Southgate hefur þjálfað enska U-21 árs landsliðið síðan 2013 og er innanbúðarmaður hjá enska knattspyrnusambandinu. Hann þekkir starfið út og inn og hefur unnið með mörgum af yngri leikmönnum A-landsliðsins. Undir stjórn Southgates mistókst enska U-21 árs liðinu að komast upp úr riðlakeppninni á EM 2013 og 2015. Árangur Southgate með Middlesbrough var heldur ekki merkilegur, liðið féll vorið 2009 og þá um haustið fékk hann svo sparkið.Bruce átti farsælan feril en náði þrátt fyrir það aldrei að spila A-landsleik fyrir England.vísir/gettySteve Bruce 55 ára Englendingur Án starfs Kom til greina sem arftaki Hodgsons og ræddi við enska knattspyrnusambandið um möguleikann á að taka við landsliðinu. Bruce býr yfir mikilli reynslu og hefur þjálfað nær samfleytt frá árinu 1998. Hefur aldrei þjálfað stórlið og sigurhlutfall hans í ensku úrvalsdeildinni er aðeins 28,1%. Kom Birmingham og Hull City upp í úrvalsdeildina og fór með síðarnefnda liðið í bikarúrslit fyrir tveimur árum. Bruce er án starfs eftir að hafa hætt hjá Hull í sumar. Hann hefur einnig verið orðaður við stjórastarfið hjá Stoke.Pardew er ekki allra.vísir/gettyAlan Pardew 55 ára Englendingur Stjóri Crystal Palace Sagði í sumar að hann væri ekki tilbúinn til að taka við enska landsliðinu. Spurningin er hvort eitthvað hafi breyst á þeim tíma. Pardew hefur þjálfað í 17 ár með sæmilegum árangri. Hann fór með West Ham United og Crystal Palace í bikarúrslit og kom Newcastle United í Evrópukeppni. Pardew er hins vegar óheflaður og umdeildur maður sem er kannski það síðasta sem enska landsliðið þarf í dag. Fékk þriggja leikja bann fyrir að skalla David Meyler, leikmann Hull, í mars 2014.Howe hefur náð eftirtektarverðum árangri með Bournemouth.vísir/gettyEddie Howe 38 ára Englendingur Stjóri Bournemouth Efnilegasti enski stjórinn í bransanum og hefur náð frábærum árangri með Bournemouth. Kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrra og hélt því nokkuð þægilega uppi á síðasta tímabili. Howe er þekktur fyrir að láta lið sín spila skemmtilegan fótbolta og predikar sóknarleik. Hann er hins vegar aðeins 38 ára gamall og reynslulítill. Óvíst er hvort hann myndi vilja taka svona stórt starf að sér á þessum tímapunkti á ferlinum.Hoddle stýrði Englandi á HM 1998.vísir/gettyGlenn Hoddle 58 ára Englendingur Án starfs Var frábær leikmaður á sínum tíma og stýrði enska landsliðinu með góðum árangri á árunum 1996-99. Þurfti að segja af sér vegna ummæla sinna um að fatlaðir væru að gjalda fyrir syndir sínar í fyrra lífi. Þjálfaraferill Hoddles byrjaði vel lofaði mjög góðu en það rættist ekki úr honum. Hoddle hefur ekki stýrt liði í áratug en á þó sína stuðningsmenn sem vilja sjá hann taka aftur við enska landsliðinu.Klinsmann kom Bandaríkjunum í undanúrslit í Suður-Ameríkukeppninni í sumar.vísir/gettyJürgen Klinsmann 52 ára Þjóðverji Þjálfari bandaríska landsliðsins Leiddi þýska knattspyrnusambandið inn í nútímann og undir hans stjórn lenti Þýskaland í 3. sæti á HM á heimavelli fyrir 10 árum. Stoppaði stutt við hjá Bayern München og hefur átt misjöfnu gengi að fagna með bandaríska landsliðið síðan hann tók við því 2011. Klinsmann nýtur virðingar á Englandi eftir tíma hans sem leikmaður með Tottenham Hotspur. Hann býr enn í Bandaríkjunum og ku hafa lítinn áhuga á að flytjast til Evrópu sem vinnur væntanlega gegn honum.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stóri Sam er ekki hættur og segist hafa verið að gera vini sínum greiða Sam Allardyce, fráfarandi þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, ætlar að snúa aftur í þjálfun. 28. september 2016 08:44 Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var gripinn á falda myndavél ræða ansi vafasama hluti. 26. september 2016 23:07 María mismælti sig við framburð á Sam Allardyce og Southgate: „Ég á mér engar málsbætur“ Nafnið Sam Allardyce hefur mikið verið í fjölmiðlum um allan heim síðasta sólahringinn. 28. september 2016 11:30 Starf Allardyce hangir á bláþræði Forystumenn enska knattspyrnusambandsins að ræða nú um hvort það eigi að segja Sam Allardyce upp störfum. 27. september 2016 13:45 Allardyce hneykslið: Fundað um framtíð Stóra Sam Enski landsliðsþjálfarinn er í vondum málum eftir að nást á falda myndavél vera tilbúinn að beygja reglurnar fyrir myndarlega upphæð. 27. september 2016 07:45 Shearer: Enska landsliðið er aðhlátursefni Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, segir að enska landsliðið sé aðhlátursefni í fótboltaheiminum eftir að Sam Allardyce hætti sem landsliðsþjálfari eftir aðeins 67 daga í starfi. 28. september 2016 07:15 Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Eins og fram kom á Vísi fyrir skemmstu er Sam Allardyce hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu. 27. september 2016 19:30 Stóra Sam hrósað fyrir hraustlega hvítvínsdrykkju Þó svo græðgin hafi orðið Sam Allardyce að falli þá hrósa netverjar honum í hástert fyrir einstaka hvítvínsdrykkju. 28. september 2016 13:00 Allardyce hættur eftir 67 daga í starfi Sam Allardyce er hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta eftir aðeins 67 daga í starfi. 27. september 2016 18:55 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Stóri Sam er ekki hættur og segist hafa verið að gera vini sínum greiða Sam Allardyce, fráfarandi þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, ætlar að snúa aftur í þjálfun. 28. september 2016 08:44
Stóri Sam í vandræðum og gæti misst starfið Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var gripinn á falda myndavél ræða ansi vafasama hluti. 26. september 2016 23:07
María mismælti sig við framburð á Sam Allardyce og Southgate: „Ég á mér engar málsbætur“ Nafnið Sam Allardyce hefur mikið verið í fjölmiðlum um allan heim síðasta sólahringinn. 28. september 2016 11:30
Starf Allardyce hangir á bláþræði Forystumenn enska knattspyrnusambandsins að ræða nú um hvort það eigi að segja Sam Allardyce upp störfum. 27. september 2016 13:45
Allardyce hneykslið: Fundað um framtíð Stóra Sam Enski landsliðsþjálfarinn er í vondum málum eftir að nást á falda myndavél vera tilbúinn að beygja reglurnar fyrir myndarlega upphæð. 27. september 2016 07:45
Shearer: Enska landsliðið er aðhlátursefni Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, segir að enska landsliðið sé aðhlátursefni í fótboltaheiminum eftir að Sam Allardyce hætti sem landsliðsþjálfari eftir aðeins 67 daga í starfi. 28. september 2016 07:15
Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Eins og fram kom á Vísi fyrir skemmstu er Sam Allardyce hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu. 27. september 2016 19:30
Stóra Sam hrósað fyrir hraustlega hvítvínsdrykkju Þó svo græðgin hafi orðið Sam Allardyce að falli þá hrósa netverjar honum í hástert fyrir einstaka hvítvínsdrykkju. 28. september 2016 13:00
Allardyce hættur eftir 67 daga í starfi Sam Allardyce er hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta eftir aðeins 67 daga í starfi. 27. september 2016 18:55